Ferðaparadísin orðin að draugabæ

Kórónukreppan | 16. mars 2021

Ferðamannaparadísin sem breyttist í draugabæ

Strandborgin Blackpool var vinsæll áfangastaður breskra ferðamanna á ofanverðri síðustu öld. Um og eftir 1950 opnuðust flugleiðir til heitari landa sem breyttu ferðahegðun Breta og síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina í Blackpool og ástandið hefur hríðversnað í heimsfaraldrinum.

Ferðamannaparadísin sem breyttist í draugabæ

Kórónukreppan | 16. mars 2021

Strandborgin Blackpool var vinsæll áfangastaður breskra ferðamanna á ofanverðri síðustu öld. Um og eftir 1950 opnuðust flugleiðir til heitari landa sem breyttu ferðahegðun Breta og síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina í Blackpool og ástandið hefur hríðversnað í heimsfaraldrinum.

Strandborgin Blackpool var vinsæll áfangastaður breskra ferðamanna á ofanverðri síðustu öld. Um og eftir 1950 opnuðust flugleiðir til heitari landa sem breyttu ferðahegðun Breta og síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina í Blackpool og ástandið hefur hríðversnað í heimsfaraldrinum.

Gullöld ferðaiðnaðarins kom í kjölfar þess að lestarstöð var byggð í bænum sem gerði ferðalög á norðversturströnd Englands auðveld og bærinn byggðist hratt upp á þeim árum þegar breska heimsveldið stóð undir nafni. Ódýrar pakkaferðir í sólina á níunda áratugnum minnkuðu vinsældirnar enn frekar en þrátt fyrir sókn út fyrir landsteinana í sólina komu um 18 milljónir gesta á ári hverju til Blackpool fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar.   

Ýmislegt var gert til að laða að ferðamenn á árum …
Ýmislegt var gert til að laða að ferðamenn á árum áður. Þarna má sjá Blackpool-turninn sem var byggður sem nokkurs konar eftirmynd af Eiffel-turninum í París. Eftir því sem fjær dregur frá ströndinni verða hverfin fátæklegri. AFP

Nú er útlit fyrir enn einn mánuðinn þar sem fáir gestir munu njóta ljósadýrðar við strandgötur í Viktoríustíl eða koma hjartanu af stað í „Þeim stóra“ sem var stærsti rússíbani heims um tveggja ára skeið um miðjan tíunda áratuginn. Afleiðingarnar eru alvarlegar þar sem efnahagur borgarinnar hefur reitt sig á að þjónusta gestina.

Fólk bíður eftir matargjöfum. Margir reiða sig nú á slíkt …
Fólk bíður eftir matargjöfum. Margir reiða sig nú á slíkt framtak sem hafa ekki þurft að gera það áður. AFP

Samkvæmt opinberum gögnum voru tekjur af ferðaiðnaðinum um einn og hálfur milljarður punda árið 2019 og þessu finna íbúar fyrir. Veitingastaðir, krár og næturklúbbar og ferðamannaverslanir eru dæmi um fyrirtæki sem hafa verið tekjulaus á meðan útgöngubönn hafa verið í landinu. Í myndskeiði AFP-fréttaveitunnar eru aðstæður í borginni kannaðar og rætt við fólk sem þarf nú að reiða sig á matargjafir og súpueldhús.

Um miðja síðustu öld var gullöld ferðamennskunar í Blackpool.
Um miðja síðustu öld var gullöld ferðamennskunar í Blackpool. AFP

Aðsóknin hafði verið minnkandi um langt skeið og jafnvel fyrir Covid var átta af tíu fátækustu hverfum Bretlands að finna í Blackpool. Fyrirtækjum verður leyft að opna að nýju þann 12. apríl en fólk óttast að skaðinn af völdum faraldursins eigi eftir vera mikill í borginni þegar fram í sækir.  

Mark Butcher er prestur sem heldur utan um matargjafir Graze …
Mark Butcher er prestur sem heldur utan um matargjafir Graze Soup Kitchen. Ástandið í fátækari hverfum borgarinnar var slæmt fyrir faraldurinn en Butcher og fleiri í hans stöðu finna vel fyrir því að það hefur versnað til muna. AFP
Sá stóri var um tíma stærsti rússíbani heims. Hann var …
Sá stóri var um tíma stærsti rússíbani heims. Hann var byggður um miðjan tíunda áratuginn þegar ódýrar sólarlandaferðir freistuðu meira en strendur Blackpool við Írlandshaf. AFP
Byggingalistin ber þess vitni hvenær borgin byggðist upp.
Byggingalistin ber þess vitni hvenær borgin byggðist upp. AFP
mbl.is