Segir Bandaríkjastjórn að halda sig á mottunni

Norður-Kórea | 16. mars 2021

Segir Bandaríkjastjórn að halda sig á mottunni

Systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún varar Bandaríkin við ákvörðunum sem gætu orðið til þess að þjóðin myndi missa svefn.

Segir Bandaríkjastjórn að halda sig á mottunni

Norður-Kórea | 16. mars 2021

Kim Yo-jong, systir leiðtoga Norður-Kóreu.
Kim Yo-jong, systir leiðtoga Norður-Kóreu. AFP

Systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún varar Bandaríkin við ákvörðunum sem gætu orðið til þess að þjóðin myndi missa svefn.

Systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún varar Bandaríkin við ákvörðunum sem gætu orðið til þess að þjóðin myndi missa svefn.

Lloyd Austin, yfirmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, og Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komu til Japans í gær í sinni fyrstu utanlandsferð í embætti. Tilgangurinn er að safna saman bandamönnum í varnarlínu gegn Kína og sýna samstöðu gegn Norður-Kóreu, sem býr yfir kjarnavopnum.

Kim Yo-jong er háttsettur ráðgjafi bróður síns. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Norður-Kóreu minnast á nýja Bandarískjastjórn í yfirlýsingu en fjórir mánuðir eru síðan Joe Biden bar sigurorð af Donald Trump í forsetakosningunum.

Systkinin árið 2018.
Systkinin árið 2018. AFP

Lítt dulbúnar hótanir

Bandaríkin og Suður-Kórea hófu sameiginlegar heræfingar í síðustu viku. Í yfirlýsingu Kim Yo-jong í norðurkóresku dagblaði segist hún „veita nýrri Bandaríkjastjórn, sem er að reyna að dreifa lykt byssupúðurs yfir land okkar, góð ráð“.

„Ef þið viljið sofa vel næstu fjögur árin þá skuluð þið ekki hefja starfsemi sem verður til þess að þið missið svefn,“ bætti hún við.

Trump og Kim Jong-un skiptust á móðgunum og hótunum í fjölmiðlum þegar sá fyrrnefndi var forseti, allt þar til þeir hittust óvænt og ræddu saman.  

Á endanum tókst Bandaríkjastjórn ekki að fá Norður-Kóreu til að afvopnast eins og hún hafði ætlað sér.

mbl.is