Þurfa að greiða helming leigunnar

Kórónukreppan | 16. mars 2021

Þurfa að greiða helming leigunnar

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag beiðni Fosshótels um staðfestingu á lögbanni á beiðni Íþöku fasteigna um greiðslu úr bankaábyrgð og af handveðsettum reikningi hótelsins hjá Íslandsbanka vegna vangoldinna leigugreiðsla á Fosshóteli að Katrínartúni í Reykjavík. Fosshóteli verður gert að greiða helming leigunnar. 

Þurfa að greiða helming leigunnar

Kórónukreppan | 16. mars 2021

Fosshótel Reykjavík Höfðatorgi.
Fosshótel Reykjavík Höfðatorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag beiðni Fosshótels um staðfestingu á lögbanni á beiðni Íþöku fasteigna um greiðslu úr bankaábyrgð og af handveðsettum reikningi hótelsins hjá Íslandsbanka vegna vangoldinna leigugreiðsla á Fosshóteli að Katrínartúni í Reykjavík. Fosshóteli verður gert að greiða helming leigunnar. 

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag beiðni Fosshótels um staðfestingu á lögbanni á beiðni Íþöku fasteigna um greiðslu úr bankaábyrgð og af handveðsettum reikningi hótelsins hjá Íslandsbanka vegna vangoldinna leigugreiðsla á Fosshóteli að Katrínartúni í Reykjavík. Fosshóteli verður gert að greiða helming leigunnar. 

Fosshótel krafðist þess einnig fyrir dómi að leigusamningi þeirra við Íþöku, sem gerður var árið 2013, yrði vikið frá að hluta síðustu níu mánuði síðasta árs og að kveðið yrði á um með dómi að félaginu hafi ekki verið skylt að greiða leigu á tímabilinu. Þá var þess krafist að fyrstu þrjá mánuði þessa árs bæri hótelinu að greiða einungis fimmtung leigunnar. 

Í málinu hafði Íþaka uppi gagnkröfu og krafðist þess að Fosshótel yrði dæmt til að greiða vangoldna leigu frá apríl til september 2020. 

Í dómi sínum velti héraðsdómur upp hvort að kórónuveirufaraldurinn gæti talist til force majeure-tilviks, sumsé að óviðráðanlegur ytri atburður sem leiði til þess að ekki sé hægt að efna samning. 

Sanngirnisrök eru að baki þeirri niðurstöðu héraðsdóms að leigusamningi Íþöku og Fosshótels verði vikið til hliðar að hluta, en ósanngjarnt væri fyrir Fosshótel að greiða fulla leigu og að sama skapi væri það ósanngjarnt af Íþöku ef Fosshótel greiðir enga leigu. 

mbl.is