Útrásarstjarna skilin eftir 38 ára samband

Útrás | 23. mars 2021

Útrásarstjarna skilin eftir 38 ára samband

Sænski stórleikarinn Rolf Lassgård er að skilja við eiginkonu sína Birgittu Lassgård. Hjónin höfðu verið saman í 38 ár og eiga þrjú börn saman. Sænskir fjölmiðlar greindu frá skilnaðinum í vikunni en leikarinn er einna þekktastur fyrir hlutverk Oves í Maður sem heitir Ove. 

Útrásarstjarna skilin eftir 38 ára samband

Útrás | 23. mars 2021

Rolf Lassgård í hlutverki Michael Beskow í Útrás.
Rolf Lassgård í hlutverki Michael Beskow í Útrás. Ljósmynd/Imdb

Sænski stórleikarinn Rolf Lassgård er að skilja við eiginkonu sína Birgittu Lassgård. Hjónin höfðu verið saman í 38 ár og eiga þrjú börn saman. Sænskir fjölmiðlar greindu frá skilnaðinum í vikunni en leikarinn er einna þekktastur fyrir hlutverk Oves í Maður sem heitir Ove. 

Sænski stórleikarinn Rolf Lassgård er að skilja við eiginkonu sína Birgittu Lassgård. Hjónin höfðu verið saman í 38 ár og eiga þrjú börn saman. Sænskir fjölmiðlar greindu frá skilnaðinum í vikunni en leikarinn er einna þekktastur fyrir hlutverk Oves í Maður sem heitir Ove. 

Rolf Lassgård tjáði sig um skilnaðinn í sænska fjölmiðlinum GD að því er fram kemur á vef Aftonbladet. „Við höfum verið ótrúlega lengi saman og við ákváðum þetta saman,“ sagði leikarinn við GD. 

Stjarnan sagði að ekkert skrítið hefði komið upp á. Þau hefðu einfaldlega verið lengi saman og nú væri leiðir að skilja. Þau ætla áfram að vera vinir. Þau eiga þrjú börn saman og þrjú barnabörn. 

Lassgård er einn farsælasti leikari Svía. Hann fór með aðalhlutverkið í myndinni Maður sem heitir Ove og fékk sænsku kvikmyndaverðlaunin fyrir hlutverkið. Lassgård kemur einnig fyrir í norsku þáttunum Útrás en þar fer hann með hlutverk Michaels Beskows. mbl.is