Verkefnalitlar veisluþjónustur

Kórónukreppan | 26. mars 2021

Verkefnalitlar veisluþjónustur

Fermingarveislum, erfidrykkjum, árshátíðum og afmælisveislum hefur verið slegið á frest næstu vikurnar.

Verkefnalitlar veisluþjónustur

Kórónukreppan | 26. mars 2021

Gleðskapur hvers konar er í uppnámi vegna veirunnar.
Gleðskapur hvers konar er í uppnámi vegna veirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fermingarveislum, erfidrykkjum, árshátíðum og afmælisveislum hefur verið slegið á frest næstu vikurnar.

Fermingarveislum, erfidrykkjum, árshátíðum og afmælisveislum hefur verið slegið á frest næstu vikurnar.

Veisluþjónustur sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag geiga það sammerkt að áður en stjórnvöld tilkynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar á miðvikudaginn ríkti bjartsýni á framtíðina og bókunarstaðan var góð. Nú hefur öllu verið aflýst.

„Þetta er bara svakalegt og þurrkar út viðskiptin. Hlutirnir litu ótrúlega vel út næstu tvær vikurnar í fyrsta skipti í langan tíma,“ segir Rúnar Gíslason, framkvæmdastjóri Kokkanna. Hann metur tjónið á vel yfir tíu milljónir króna.

Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis, segir að öllum veislum hafi verið aflýst. „Það var búið að panta vel fyrir helgina. Það voru veislur fyrir hundruð manna,“ segir Guðríður.

Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, eigandi Veislunnar, segir aðspurð að viðskiptavinir hafi ekki óskað eftir tilfærslu á dagsetningum. „Fólk var mikið að reyna það fyrir ári þegar samkomubannið var sett á þá. Fólk var alltaf að flytja veislurnar á nýja og nýja dagsetningu en svo gáfust menn upp á því.“

mbl.is