700 milljóna framlag til Sýrlands

Sýrland | 30. mars 2021

700 milljóna framlag til Sýrlands

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. 

700 milljóna framlag til Sýrlands

Sýrland | 30. mars 2021

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu. 

„Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“

Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt.

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt.

mbl.is