Koma Air France til bjargar

Kórónukreppan | 6. apríl 2021

Koma Air France til bjargar

Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun ríkisstjórnar Frakklands um að veita flugfélaginu Air France fjórar milljónir evra í ríkisaðstoð. Ástæðan er erfið staða flugfélagsins vegna Covid-19.

Koma Air France til bjargar

Kórónukreppan | 6. apríl 2021

AFP

Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun ríkisstjórnar Frakklands um að veita flugfélaginu Air France fjórar milljónir evra í ríkisaðstoð. Ástæðan er erfið staða flugfélagsins vegna Covid-19.

Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun ríkisstjórnar Frakklands um að veita flugfélaginu Air France fjórar milljónir evra í ríkisaðstoð. Ástæðan er erfið staða flugfélagsins vegna Covid-19.

Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segir að Air France muni á móti afsala sér 18 afgreiðslutímum á Orly-flugvellinum í París á dag til að tryggja jafna samkeppni. Það veiti keppinautum flugfélagsins færi á að auka viðskipti sín á flugvellinum og þar með tryggja verðsamkeppni og fjölga möguleikum fyrir evrópska neytendur segir Margrethe Vestager sem fer með samkeppnismál innan framkvæmdastjórnar ESB.

mbl.is