Rauði krossinn ósáttur við nýja reglugerð

Kórónuveiran Covid-19 | 8. apríl 2021

Rauði krossinn ósáttur við nýja reglugerð

Rauði kross Íslands segir að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um farsóttarhús, sem taka á gildi nú á miðnætti, setji starfsemi farsóttarhúsa og þann góða árangur sem þar hefur náðst í uppnám.

Rauði krossinn ósáttur við nýja reglugerð

Kórónuveiran Covid-19 | 8. apríl 2021

Sóttkvíarhótel við Þórunnartún.
Sóttkvíarhótel við Þórunnartún. mbl.is/Árni Sæberg

Rauði kross Íslands segir að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um farsóttarhús, sem taka á gildi nú á miðnætti, setji starfsemi farsóttarhúsa og þann góða árangur sem þar hefur náðst í uppnám.

Rauði kross Íslands segir að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um farsóttarhús, sem taka á gildi nú á miðnætti, setji starfsemi farsóttarhúsa og þann góða árangur sem þar hefur náðst í uppnám.

RKÍ segist ekki hafa fengið veður af reglugerðarsetningunni fyrr hún var þegar birt. Nú vinna fulltrúar RKÍ að því að túlka nýju reglugerðina og skipuleggja starfsemi farsóttarhúsa eftir henni, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. 

Meðal þess sem RKÍ gerir athugasemd við eru ákveði reglugerðarinnar er varða útivist þeirra sem í farsóttarhúsum dvelja. RKÍ kveðst sammála um mikilvægi þess að fólk fái að komast út undir bert loft, en segir að ekki sé gerlegt að framkvæma slíkt nema á kostnað sóttvarna og þar með öryggi þeirra sem í farsóttarhúsum dvelja.

Þá vekur RKÍ einnig athygli á því að aðeins örfáir framlínustarfsmenn, sem starfa í farsóttarhúsum, séu bólusettir við kórónuveirunni.

mbl.is