Hótelið gæti hæglega fyllst í dag

Kórónuveiran Covid-19 | 9. apríl 2021

Hótelið gæti hæglega fyllst í dag

Rauði krossinn á í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisyfirvöld um hvernig skal leysa sóttvarnamál í sóttvarnahúsum vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti. Líklegt er að annað hótel verði opnað í Reykjavík á næstunni. Þrátt fyrir aukna smithættu hafa um 80 starfsmenn ekki verið bólusettir. 

Hótelið gæti hæglega fyllst í dag

Kórónuveiran Covid-19 | 9. apríl 2021

Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún.
Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún. mbl.is/Árni Sæberg

Rauði krossinn á í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisyfirvöld um hvernig skal leysa sóttvarnamál í sóttvarnahúsum vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti. Líklegt er að annað hótel verði opnað í Reykjavík á næstunni. Þrátt fyrir aukna smithættu hafa um 80 starfsmenn ekki verið bólusettir. 

Rauði krossinn á í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisyfirvöld um hvernig skal leysa sóttvarnamál í sóttvarnahúsum vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti. Líklegt er að annað hótel verði opnað í Reykjavík á næstunni. Þrátt fyrir aukna smithættu hafa um 80 starfsmenn ekki verið bólusettir. 

„Hvort sem það gerist í dag eða á morgun eða sunnudag, ég veit það ekki, en það er ljóst að þetta er meiri vinna en menn kannski gerðu ráð fyrir í upphafi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa, um sóttvarnamálin en Sjúkratryggingar Íslands eru leigutakinn. 

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson.

Hann segir að hugsanlega sé þörf á fleiri hótelum og starfsmönnum til að geta sinnt ferðamönnum sem koma til landsins betur og þurfa að fara í sóttkví. Einnig þyrfti að skoða almennt hvernig útivistarmálum þeirra skuli háttað.

170 manns gista núna á hótelinu í Þórunnartúni. Þar að auki dvelja fjórir ferðamenn á Hótel Hallormsstað. Gylfi Þór segir að með nýju reglugerðinni gæti hótelið í Þórunnartúni hæglega fyllst í dag eða á morgun. Ef það gerist er Rauði krossinn með plan B, sem er að opna annað hótel í Reykjavík. Von er á þremur til fjórum flugvélum til landsins í dag. „Við vitum aldrei nema með 40 mínútna fyrirvara hversu margir eru að koma úr hverri vél,“ segir hann.

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sóttvarnir hefðu fokið út um gluggann

Gylfi segir fyrirvarann sem starfsfólkið fékk vegna nýju reglugerðarinnar mjög stuttan. Reglugerðin kveði á um allsherjar breytingu varðandi sóttvarnir á sóttkvíarhótelum. „Við höfum áhyggjur af því að með þessari reglugerð sé verið að setja starfsmenn og gesti í aukna hættu þar sem við teljum okkur ekki geta sinnt sóttvörnum með þeim hætti sem þurfa þykir þegar útivist og leikhorn bætast við komu og brottfarir gesta,“ segir hann og nefnir að 70 gestir hafi komið í húsið í gær. Á sama tíma hafi um 30 gestir verið að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku sem voru að fara af hótelinu á svipuðum tíma.

„Ef við hefðum þurft að hleypa þessum 170 gestum sem eru í húsinu í göngutúr tvisvar á dag með þessu, þá eru sóttvarnir foknar út um gluggann. Við getum ekki bæði fylgst með þeim sem eru að koma og fara, tékkað inn þá sem eru að koma og tékkað út þá sem eru að fara,“ greinir hann frá.

Mega ekki fara á leikvelli 

Samkvæmt reglugerðinni er starfsfólkinu ekki gert að fylgjast með því hvert ferðamenn fara í útivist sinni. Engu að síður bendir Gylfi á að leikvellir séu í grennd við hótelið í miðbænum sem fólk megi alls ekki fara á með börnin sín. Jafnframt þurfi að fylgjast með því hvenær fólk fer út og hvenær það fer inn. „Þetta er flókið í framkvæmd og eitthvað sem við erum að setjast yfir og gefa okkur tíma til að skoða og þá hvernig hægt sé að leysa þetta,“ segir hann og bætir við að leiðbeiningar á mörgum tungumálum þyrftu að vera fyrir hendi um hvað fólk megi gera.

80 starfsmenn óbólusettir 

Í tilkynningu Rauða krossins vegna nýju reglugerðarinnar er talað um sóttvarnahættu starfsfólks og talað um að fáir hafi verið bólusettir. Búið er að bólusetja Gylfa ásamt sjö öðrum starfsmönnum sem hafa mest verið að sinna sýktu fólki. Aftur á móti hafa um 80 manns ekki verið bólusettir og fer hópurinn stækkandi. Hann segir að Rauði krossinn sé alls ekki með þessu að krefjast þess að allt starfsfólkið verði bólusett, heldur að benda á að huga þurfi betur að sóttvörnum út af þessu.

mbl.is