104 ára og hefur sigrað veiruna í tvígang

Kórónuveiran Covid-19 | 10. apríl 2021

104 ára og hefur sigrað veiruna í tvígang

Starfsfólk kólumbíska sjúkrahússins þar sem Carmen Herandez hefur dvalið að undanförnu fagnaði með lófataki þegar henni var ekið út af sjúkrahúsinu í hjólastól í vikunni. Ástæðan er sú að Hernandez, sem er 104 ára gömul, hefur haft betur í baráttunni við Covid-19 í annað skiptið.

104 ára og hefur sigrað veiruna í tvígang

Kórónuveiran Covid-19 | 10. apríl 2021

Starfsfólk kólumbíska sjúkrahússins þar sem Carmen Herandez hefur dvalið að undanförnu fagnaði með lófataki þegar henni var ekið út af sjúkrahúsinu í hjólastól í vikunni. Ástæðan er sú að Hernandez, sem er 104 ára gömul, hefur haft betur í baráttunni við Covid-19 í annað skiptið.

Starfsfólk kólumbíska sjúkrahússins þar sem Carmen Herandez hefur dvalið að undanförnu fagnaði með lófataki þegar henni var ekið út af sjúkrahúsinu í hjólastól í vikunni. Ástæðan er sú að Hernandez, sem er 104 ára gömul, hefur haft betur í baráttunni við Covid-19 í annað skiptið.

Hernandez greindist með Covid-19 í júní í fyrra skiptið og síðan aftur 8. mars þrátt fyrir að hafa verið bólusett í millitíðinni. Í þetta skiptið dvaldi hún á sjúkrahúsinu í þrjár vikur. 

En þetta var ekki auðvelt að sögn læknis hennar því Hernandez er ekki með nef en það missti hún vegna krabbameins í þekjufrumum fyrir áratugum. Því var þrautin þyngri að tengja hana við súrefnisvél en ástæðan fyrir innlögninni nú voru öndunarerfiðleikar. Hann segir að bati hennar sé mikil hvatning fyrir heilbrigðisstarfsfólk og þá vinnu sem það vinnur á Covid-tímum. 

mbl.is