20 handteknir á Covid-mótmælum í Finnlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 10. apríl 2021

20 handteknir á Covid-mótmælum í Finnlandi

Nokkur hundruð manns komu saman í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirunni. Alls voru tuttugu handteknir í mótmælunum, að sögn lögreglu, eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum. 

20 handteknir á Covid-mótmælum í Finnlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 10. apríl 2021

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands. AFP

Nokkur hundruð manns komu saman í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirunni. Alls voru tuttugu handteknir í mótmælunum, að sögn lögreglu, eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum. 

Nokkur hundruð manns komu saman í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirunni. Alls voru tuttugu handteknir í mótmælunum, að sögn lögreglu, eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum. 

Samkomubann í Helsinki miðast við sex manns og ekki hafði verið sótt um sérstakt leyfi fyrir viðburðinum.

Finnland er meðal þeirra ríkja Evrópu sem hafa komið best undan faraldrinum. Greind tilfelli í landinu eru á pari við Ísland, miðað við höfðatölu, en dauðsföll þó um tvöfalt fleiri. Velgengnin hefur verið rakin til dreifbýlis í landinu og fylgni við tilmæli yfirvalda.

Þegar fjöldi tilfella fór að rísa um miðjan febrúarmánuð kynnti ríkisstjórnin nýjar og hertar aðgerðir í landinu sem til að mynda fela í sér lokun veitingastaða. Til stóð að leggja fram lög sem heimila takmarkanir á ferðafrelsi fólks á vissum svæðum í landinu en dregið var í land vegna efasemda um lögmæti þess.

mbl.is