Fóru á krána og í klippingu í nótt

Kórónuveiran Covid-19 | 12. apríl 2021

Fóru á krána og í klippingu í nótt

Englendingar skáluðu fyrir umtalsverðum afléttingum á sóttvarnareglum þar í landi með því að fá sér snemmbúna kollu á kránni og klippingu.

Fóru á krána og í klippingu í nótt

Kórónuveiran Covid-19 | 12. apríl 2021

Englendingar skáluðu fyrir umtalsverðum afléttingum á sóttvarnareglum þar í landi með því að fá sér snemmbúna kollu á kránni og klippingu.

Englendingar skáluðu fyrir umtalsverðum afléttingum á sóttvarnareglum þar í landi með því að fá sér snemmbúna kollu á kránni og klippingu.

Englendingar höfðu beðið í ofvæni eftir því að slakað verði á reglum í landinu en verslanir aðrar en þær sem selja nauðsynjavöru hafa verið lokaðar í meira en þrjá mánuði sem og krár, líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur. 

Langar biðraðir voru komnar fyrir utan fataverslanir við Oxfordstræti í morgun og þrátt fyrir kulda í London var fólk farið að standa í biðröð við verslanir eins og Primark klukkan 5:30 – tveimur tímum áður en búðin var opnuð. Ákveðið hefur verið að hafa búðir opnar til klukkan 22 í kvöld.

Krár og veitingastaðir mega bara þjóna fólki utandyra.
Krár og veitingastaðir mega bara þjóna fólki utandyra. AFP

Einhverjar krár voru opnaðar strax á miðnætti og aðrar undir morgun. „Ég er á næturvöktum á sjúkrahúsinu,“ sagði Richard Newman, 32 ára gamall læknir á Royal London Hospital, þar sem hann beið í röð fyrir utan Half Moon-krána í austurhluta London klukkan níu í morgun ásamt vinum sínum.

Hann segist vonast til þess að ekki þurfi að koma til lokana að nýju og sumarið verði gott. Að London lifni við að nýju eftir langt hlé vegna Covid-19.

Rakara- og hárgreiðslustofur voru einnig opnaðar í dag og eru langir biðlistar eftir þjónustu enda komin þörf á að snyrta hár og skegg eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einhverjar stofur voru opnaðar á miðnætti og hafði starfsfólk vart undan.

AFP

Kolla Johnsons bíður um sinn

Boris Johnson forsætisráðherra ætlar að fara í klippingu eins fljótt og auðið er samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar. 

Johnson hafði heitið því að fara á krána síðar í dag og fá sér ölkollu í garði kráar – því krár mega ekki þjóna fólki innandyra. Í dag er ár síðan hann útskrifaðist af sjúkrahúsi eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Hann hefur hins vegar ákveðið að bíða með kolluna vegna andláts Filippusar prins. 

AFP

Íþróttafólk fagnaði einnig, því loksins var hægt að skella sér í sund og aðra líkamsrækt. Nú eða á bókasafn eða dýragarða. Jafnframt er heimilt að ferðast innanlands svo lengi sem fólk kaupir sér gistingu með eldunaraðstöðu.  

Bæði stjórnvöld og vísindamenn vara fólk við hættunni á fjölgun smita ef of geyst er farið af stað. Jafnvel þótt yfir 60% fullorðinna hafi fengið fyrri skammtinn af bóluefni við Covid-19. 

AFP

Yfir 4,3 milljónir Breta hafa smitast af Covid og yfir 127 þúsund látist. Breska hagkerfið hefur verið nánast lamað í ár og óvíst hvert framhaldið verður. Einn möguleiki hvað varðar ferðalög eru svokölluð bólusetningarvegabréf en margir eru farnir að þrýsta á um að fá leyfi til að ferðast úr landi. Johnson segir að þar muni tölur um smit ráða för, ekki dagsetningar, en stefnt er að næstu afléttingu hamla 17. maí. Stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum hömlum 21. júní í Bretlandi.

AFP
AFP
mbl.is