Umferðaröngþveiti á bólusetningardegi

Kórónuveiran Covid-19 | 12. apríl 2021

Umferðaröngþveiti á bólusetningardegi

Umferðaröngþveiti er í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum vegna stóra bólusetningardagsins en bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku í dag. Greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. 

Umferðaröngþveiti á bólusetningardegi

Kórónuveiran Covid-19 | 12. apríl 2021

Bólusett í Danmörku í dag.
Bólusett í Danmörku í dag. AFP

Umferðaröngþveiti er í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum vegna stóra bólusetningardagsins en bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku í dag. Greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. 

Umferðaröngþveiti er í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum vegna stóra bólusetningardagsins en bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku í dag. Greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. 

Þar er fólk beðið að fara þær leiðir þar sem umferðin er minni og leggja lengra frá þeim stöðum þar sem bólusett er við kórónuveirunni. Danir eru ekki byrjaðir að bólusetja að nýju með bóluefni AstraZeneca eftir að rannsókn hófst á mögulegum tengslum bóluefnisins við blóðtappa. 

Fyrsta flugið frá því í janúar

Í morgun tók fyrsta flugvélin á loft á flugvellinum í Árósum síðan 20. janúar. Forstjóri flugvallarins, Nicolai Krøyer, var mættur á flugvöllinn snemma í morgun til þess að fylgjast með vélinni fara í loftið klukkan 6:50 en förinni var heitið til Kaupmannahafnar.

Stefnt er að því að bólusetja 100 þúsund manns í …
Stefnt er að því að bólusetja 100 þúsund manns í Danmörku við Covid-19 í dag. AFP

Hann segir að starfsmenn vallarins séu ákaflega ánægðir með að sjá farþega á flugvellinum að nýju og viðskiptavini í verslunum á vellinum. Flugvellinum var lokað vegna Covid-19 og var tíminn nýttur til endurbóta á vellinum.

Krøyer vonar að þetta sé aðeins upphafið því með fleiri bólusettum megi eiga von á að fleiri ferðist. Hann bindur einnig miklar vonir við alþjóðlegt kórónuveiruvegabréf sem Evrópusambandið er með í smíðum. Stefnt er að því að hefja flug á fleiri áfangastaði í maí.

mbl.is