Dagur þáði ekki boð um bólusetningu sem læknir

Bólusetningar við Covid-19 | 13. apríl 2021

Dagur þáði ekki boð um bólusetningu sem læknir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákvað að þiggja ekki boð sem hann fékk á föstudaginn um bólusetningu við kórónuveirunni í dag.

Dagur þáði ekki boð um bólusetningu sem læknir

Bólusetningar við Covid-19 | 13. apríl 2021

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákvað að þiggja ekki boð sem hann fékk á föstudaginn um bólusetningu við kórónuveirunni í dag.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákvað að þiggja ekki boð sem hann fékk á föstudaginn um bólusetningu við kórónuveirunni í dag.

Hann segir á Facebook-síðu sinni að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boðið. „Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur.

„Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi,“ bætir hann við og kveðst glaður þiggja sinn skammt þegar röðin kemur að honum.

mbl.is