Vilja stöðva tímabundið notkun bóluefnis J&J

Bólusetningar við Covid-19 | 13. apríl 2021

Vilja stöðva tímabundið notkun bóluefnis J&J

Lyfjaeftirlit og sóttvarnalæknir Bandaríkjanna mæla með því að tímabundið verði hætt að nota bóluefni Johnson & Johnson við Covid-19-bólusetningar á meðan rannsakað er hvort bóluefnið tengist mögulega blóðtöppum meðal yngra fólks.

Vilja stöðva tímabundið notkun bóluefnis J&J

Bólusetningar við Covid-19 | 13. apríl 2021

AFP

Lyfjaeftirlit og sóttvarnalæknir Bandaríkjanna mæla með því að tímabundið verði hætt að nota bóluefni Johnson & Johnson við Covid-19-bólusetningar á meðan rannsakað er hvort bóluefnið tengist mögulega blóðtöppum meðal yngra fólks.

Lyfjaeftirlit og sóttvarnalæknir Bandaríkjanna mæla með því að tímabundið verði hætt að nota bóluefni Johnson & Johnson við Covid-19-bólusetningar á meðan rannsakað er hvort bóluefnið tengist mögulega blóðtöppum meðal yngra fólks.

Bóluefni J&J er sambærilegt bóluefni AstraZeneca og er von á fyrstu skömmtunum af því til Íslands á morgun í gegnum dótturfélag J&J í Evrópu, Janssen. Aftur á móti hefur ekki verið tilkynnt um notkun þess bóluefnis hér á landi, aðeins að ríflega átta þúsund verði bólusett með bóluefni Pfizer í vikunni. 

Í færslu Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna á Twitter kemur fram að meðan niðurstaðan liggur ekki fyrir mæli eftirlitið með því að hlé verði gert á notkun þess. 

Nú þegar hafa verð gefnar yfir 6,8 milljónir skammta af bóluefninu í Bandaríkjunum. Verið er að rannsaka sex möguleg tilfelli fátíðra og alvarlegra blóðtappa meðal einstaklinga sem höfðu verið bólusettir með bóluefninu. Svo virðist sem þetta séu mjög fá tilvik. 

Fyrir nokkrum dögum greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að hún væri að rannsaka fjögur alvarleg tilvik blóðtappa þar sem fækkun blóðflagna er einnig til staðar, í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Eitt þessara tilvika kom upp í klínískri rannsókn, hin þrjú eftir að bólusetning hófst í Bandaríkjunum. Eitt tilvikanna leiddi til dauða.

Rannsókn sérfræðinganefndar EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) miðar að því að meta hvort orsakasamband er milli notkunar bóluefnisins og blóðtappamyndunar. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort breyta þurfi leiðbeiningum um notkun bóluefnisins og uppfæra upplýsingatexta lyfsins.

Rannsókn PRAC á Janssen-bóluefninu hófst á síðasta reglubundna fundi nefndarinnar 6.-9. apríl. Á þeim fundi var einnig birt niðurstaða rannsóknar nefndarinnar á hugsanlegum tengslum bóluefnis AstraZeneca, Vaxzevria, við blóðtappamyndun.

Sjá nánar hér

mbl.is