Danir hætta alfarið að nota efni AstraZeneca

Bólusetningar við Covid-19 | 14. apríl 2021

Danir hætta alfarið að nota efni AstraZeneca

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætli að hætta alfarið að nota bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Danir eru fyrsta þjóðin sem hefur tekið slíka ákvörðun. 

Danir hætta alfarið að nota efni AstraZeneca

Bólusetningar við Covid-19 | 14. apríl 2021

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætli að hætta alfarið að nota bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Danir eru fyrsta þjóðin sem hefur tekið slíka ákvörðun. 

Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætli að hætta alfarið að nota bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Danir eru fyrsta þjóðin sem hefur tekið slíka ákvörðun. 

Þrátt að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu hafi hvatt Dani til þess að halda áfram að nota bóluefnið „mun bóluefnaáætlun Danmerkur halda áfram án bóluefnis AstraZeneca,“ sagði Søren Brostrøm, yfirmaður dönsku heilbrigðismálastofnunarinnar á blaðamannafundi í dag. 

Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú að tenging hefur fundist á milli bóluefnis AstraZeneca og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa. 

Hér á landi er notkun bóluefnisins leyfð fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. Þá hefur sóttvarnalæknir sagt útlit fyrir að þeir sem eru 65 ára og eldri muni einnig verða bólusettir með efninu. Íslensk stjórnvöld hafa samið við AstraZeneca um bóluefni gegn Covid-19 fyrir 115.000 einstaklinga.

Ákvörðun Dana um að hætta að nota efnið mun valda töfum á bólusetningu þar í landi. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is