Greiða þarf fyrir bóluefni sem nýtist ekki

Bólusetningar við Covid-19 | 14. apríl 2021

Greiða þarf fyrir bóluefni sem nýtist ekki

Ísland er skuldbundið til þess að greiða fyrir alla skammta sem það hefur samið um að fá frá AstraZeneca, líka þá sem verða ekki notaðir vegna takmarkana sem kunna að verða settar á notkun bóluefnisins.

Greiða þarf fyrir bóluefni sem nýtist ekki

Bólusetningar við Covid-19 | 14. apríl 2021

Samkvæmt bóluefnasamningi Íslands við AstraZeneca verður að greiða fyrir alla …
Samkvæmt bóluefnasamningi Íslands við AstraZeneca verður að greiða fyrir alla skammta, líka þá sem nýtast ekki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er skuldbundið til þess að greiða fyrir alla skammta sem það hefur samið um að fá frá AstraZeneca, líka þá sem verða ekki notaðir vegna takmarkana sem kunna að verða settar á notkun bóluefnisins.

Ísland er skuldbundið til þess að greiða fyrir alla skammta sem það hefur samið um að fá frá AstraZeneca, líka þá sem verða ekki notaðir vegna takmarkana sem kunna að verða settar á notkun bóluefnisins.

Kemur þetta fram í samningi Íslands við bóluefnafyrirtækið, sem heimildamaður mbl.is innan úr stjórnkerfinu hefur barið augum, og væntir hann þess að hið sama gildi um samning Íslands við bóluefnaframleiðandann Janssen.

Notkun bóluefnis AstraZeneca er einungis leyfð hér á landi fyrir þá sem eru 70 ára og eldri en sóttvarnalæknir hefur sagt útlit fyrir að þeir sem eru 65 ára og eldri verði einnig bólusettir með efninu.

Enn er til skoðunar hvort einhverjar takmarkanir verði gerðar á notkun bóluefnis Janssen en 2.400 skammt­ar af efn­inu komu til lands­ins í morg­un.

Trúnaður um efni bóluefnasamninga

Nefndarmenn velferðarnefndar hafa fengið að sjá alla bóluefnasamningana sem Ísland hefur gert og eru bundnir trúnaði.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir aðgengi að samningunum og var þeirri ósk hafnað þar sem hún er ekki formlega skráður nefndarmaður en tók sæti í velferðarnefnd tímabundið.

mbl.is