Um gamalt smit að ræða á Austurlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 14. apríl 2021

Um gamalt smit að ræða á Austurlandi

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi er kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi. Um er að ræða gamalt landamærasmit en sá sýkti kom til landsins fyrir um þremur vikum, ásamt 25 manna hópi með Norrænu og er enn lasinn. 

Um gamalt smit að ræða á Austurlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 14. apríl 2021

Farþegaskipið Norræna á Seyðisfirði.
Farþegaskipið Norræna á Seyðisfirði. Ljósmynd/mbl.is

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi er kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi. Um er að ræða gamalt landamærasmit en sá sýkti kom til landsins fyrir um þremur vikum, ásamt 25 manna hópi með Norrænu og er enn lasinn. 

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi er kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi. Um er að ræða gamalt landamærasmit en sá sýkti kom til landsins fyrir um þremur vikum, ásamt 25 manna hópi með Norrænu og er enn lasinn. 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu aðgerðarstjórnar á Austurlandi. 

Í samtali við mbl.is segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi að ekki sé neitt samfélagslegt smit í fjórðungnum eins og staðan er núna. Einu smitin sem komið hafa upp í lengri tíma hafa verið landamærasmit sem tekist hefur að einangra.

Fjörtíu farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar með Norrænu í gærmorgun. Allir komufarþegar fóru í sýnatöku og fengu leiðbeiningar um sóttkví í framhaldinu. Þrír þáðu boð um gistingu í farsóttarhúsi á Hallormsstað. 

Sjá má stöðuuppfærslu Lögreglunnar á Austurlandi þar sem farið er yfir Covid-19 tengd málefni fjórðungsins hér:

mbl.is