Kemur til greina að aflýsa Ólympíuleikunum

Kórónuveiran Covid-19 | 15. apríl 2021

Kemur til greina að aflýsa Ólympíuleikunum

Toshiro Nikai, formaður og næstráðandi frjálslyndra demókrata sem eru í meirihluta á japanska þinginu, segir að til þess gæti komið að aflýsa þurfi Ólympíuleikunum sem á dagskrá eru í sumar. 

Kemur til greina að aflýsa Ólympíuleikunum

Kórónuveiran Covid-19 | 15. apríl 2021

Til greina kemur að aflýsa Ólympíuleikunum í sumar samkvæmt formanni …
Til greina kemur að aflýsa Ólympíuleikunum í sumar samkvæmt formanni stærsta flokks Japans á þingi. AFP

Toshiro Nikai, formaður og næstráðandi frjálslyndra demókrata sem eru í meirihluta á japanska þinginu, segir að til þess gæti komið að aflýsa þurfi Ólympíuleikunum sem á dagskrá eru í sumar. 

Toshiro Nikai, formaður og næstráðandi frjálslyndra demókrata sem eru í meirihluta á japanska þinginu, segir að til þess gæti komið að aflýsa þurfi Ólympíuleikunum sem á dagskrá eru í sumar. 

Covid-19-smitum hefur fjölgað að nýju á heimsvísu þegar innan við 100 dagar eru til stefnu fyrir Ólympíuleikanna sem hefjast eiga 23. júlí. 

Nikai sagði við fréttastofu TBS í dag að aflýsa þyrfti leikunum óhikað ef ástand heimsfaraldursins verður enn þá of alvarlegt. 

Ári eftir að Japanir frestuðu Ólympíuleikunum sem fara áttu fram í fyrra, heldur Covid-19-heimsfaraldur áfram að trufla skipulag þeirra. Stuðningur almennings í Japan við leikana mælist lítill. 

Skipuleggjendur og ólympíunefndin krefjast þess að leikarnir fái fram að ganga. Nikai sagði í dag að aðrir möguleikar væru í stöðunni. 

„Við þurfum að taka ákvarðanir miðað við stöðuna á hverjum tíma,“ sagði hann við fréttastofu TBS. „Við þurfum að aflýsa óhikað ef framkvæmd leikanna verður ómöguleg,“ bætti hann við.

mbl.is