Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu í morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 15. apríl 2021

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu í morgun

Vegna tilslakana stjórnvalda í sóttvörnum opnuðu sundlaugar og líkamsræktarstöðvar á nýjan leik í morgun en þó aðeins með 50% af þeim fjölda sem er venjulega heimilaður.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu í morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 15. apríl 2021

Laugardalslaug.
Laugardalslaug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna tilslakana stjórnvalda í sóttvörnum opnuðu sundlaugar og líkamsræktarstöðvar á nýjan leik í morgun en þó aðeins með 50% af þeim fjölda sem er venjulega heimilaður.

Vegna tilslakana stjórnvalda í sóttvörnum opnuðu sundlaugar og líkamsræktarstöðvar á nýjan leik í morgun en þó aðeins með 50% af þeim fjölda sem er venjulega heimilaður.

Laugardalslaug opnaði klukkan 6.30 en þar má nú hafa 350 gesti í senn, eins og kemur fram á Facebook-síðu laugarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er einnig minnst á tilslakanir stjórnvalda.

„Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þá verður skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is