Barir og rækt opna í Sviss

Kórónuveiran Covid-19 | 19. apríl 2021

Barir og rækt opna í Sviss

Í fyrsta sinn frá því síðasta sumar geta Svisslendingar nú farið í líkamsræktarstöðvar og notið lífsins á kaffihúsum og börum, í það minnsta utandyra. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum í landinu í dag, þó svo að kórónuveirutilfellum í landinu fari fjölgandi.

Barir og rækt opna í Sviss

Kórónuveiran Covid-19 | 19. apríl 2021

Frá Genf í Sviss.
Frá Genf í Sviss. AFP

Í fyrsta sinn frá því síðasta sumar geta Svisslendingar nú farið í líkamsræktarstöðvar og notið lífsins á kaffihúsum og börum, í það minnsta utandyra. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum í landinu í dag, þó svo að kórónuveirutilfellum í landinu fari fjölgandi.

Í fyrsta sinn frá því síðasta sumar geta Svisslendingar nú farið í líkamsræktarstöðvar og notið lífsins á kaffihúsum og börum, í það minnsta utandyra. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum í landinu í dag, þó svo að kórónuveirutilfellum í landinu fari fjölgandi.

Meðal þess sem opnað hefur verið á nýjan leik eru íþrótta- og kvikmyndahús, kaffistaðir og veitingastaðir utandyra. Þá voru nokkrar nýjar bólusetningarmiðstöðvar teknar í gagnið í borgunum Lausanne og Genf.

Ný kórónuveirutilfelli í landinu náðu lágmarki í síðari hluta febrúar en þeim hefur farið fjölgandi síðan. Fjórtán daga nýgengi veirunnar er um 320 í Sviss, á pari við Ítalíu og Þýskaland en helmingi lægra en í Frakklandi. Til samanburðar er nýgengið 27 á Íslandi, en þó á hraðri uppleið.

Um tvær milljónir skammta af bóluefni hafa verið gefnar í landinu, þar sem 8,6 milljónir búa.

mbl.is