Sprenging í sýnatökum

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Sprenging í sýnatökum

„Það voru um 2.800 sýni tekin, bara á Suðurlandsbrautinni í dag,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is í dag. 

Sprenging í sýnatökum

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Röðin í skimun á Suðurlandsbraut nær alla leið upp í …
Röðin í skimun á Suðurlandsbraut nær alla leið upp í Ármúla. Ljósmynd/Aðsend

„Það voru um 2.800 sýni tekin, bara á Suðurlandsbrautinni í dag,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is í dag. 

Hann segir það vera um þrefaldan fjölda á við hvað hefur verið undanfarið og þess vega einhverjir þurft að bíða. Raðir mynduðust fyrir utan sýnatökustað á Suðurlandsbraut í dag.

„Þannig að núna er auðvitað aðeins meiri bið og fólk hefur þurft að sýna aðeins meiri þolinmæði en þetta er keyrt mjög hratt. Við bætum síðan bara í ef staðan er þannig, við getum tekið mikið fleiri sýni en þetta kom snögglega upp og við gætum þurft að endurraða mannskap,“ segir Óskar. 

Búið er að bóka um 400 manns í sýnatöku á morgun. Tekið er við bókunum fram eftir kvöldi og gert er ráð fyrir nokkrum fjölda í sýnatöku á morgun. 

Hjúkrunarfræðingar bundnir við Covid-19-störf

Óskar segir að um þessar mundir sé margt starfsfólk bundið við sýnatöku og bólusetningar og því hefur gengið hægar að fá pantaðan tíma á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að fólk hafi almennt sýnt því góðan skilning. 

Hjúkrunarfræðingar sinna sýnatöku og bólusetningu að mestu, en við það þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að sinna því sem hjúkrunarfræðingar sinna vanalega á heilsugæslu. Við þetta myndast biðin eftir tímum á heilsugæslustöðvum.

„Á móti kemur að við erum búin að ráða mikið inn og bæta í,“ segir Óskar.

mbl.is