Um 30 börn í eftirliti á Covid-19-göngudeild

Kórónuveiran Covid-19 | 19. apríl 2021

Um 30 börn í eftirliti á Covid-19-göngudeild

Alls eru 92 núna í eftirliti á Covid-19-göngudeild Landspítalans. Þriðjungur þeirra er börn. 

Um 30 börn í eftirliti á Covid-19-göngudeild

Kórónuveiran Covid-19 | 19. apríl 2021

Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Alls eru 92 núna í eftirliti á Covid-19-göngudeild Landspítalans. Þriðjungur þeirra er börn. 

Alls eru 92 núna í eftirliti á Covid-19-göngudeild Landspítalans. Þriðjungur þeirra er börn. 

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, við mbl.is.

Frá því í morgun hefur fólki sem er í eftirliti því fjölgað um í kringum 30 talsins. 27 smit greindust innanlands í gær og þar af voru 25 í sóttkví. 

Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarmaður göngudeildarinnar, sagði við mbl.is í morgun að starfsfólkið væri vel undirbúið fyrir fjölgun smita. „Við erum búin að gera þetta áður. Við erum með innviðina til­búna til að glíma við það sem gæti gerst, að fjórða bylgj­an sé kom­in í gang, og erum reiðubú­in til að tak­ast á við það eins og í hin skipt­in,“ sagði hann.

mbl.is