Ekki tilefni til að herða aðgerðir

Kórónuveiran Covid-19 | 21. apríl 2021

Ekki tilefni til að herða aðgerðir

Ekki er tilefni til að leggja fram tillögur um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir er tilbúinn að gera það ef ástandið versnar.

Ekki tilefni til að herða aðgerðir

Kórónuveiran Covid-19 | 21. apríl 2021

Þórólf­ur Guðna­son á fundi dagsins.
Þórólf­ur Guðna­son á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Ekki er tilefni til að leggja fram tillögur um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir er tilbúinn að gera það ef ástandið versnar.

Ekki er tilefni til að leggja fram tillögur um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir er tilbúinn að gera það ef ástandið versnar.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Tólf greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Af þeim voru tíu í sótt­kví og tveir utan sótt­kví­ar.

Alls voru tek­in 4.176 sýni inn­an­lands í gær og af þeim tók Íslensk erfðagrein­ing 1.041 sýni með slembiúr­taki. Ekk­ert smit hef­ur greinst í slembiúr­taki Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar síðustu tvo daga. 

Þórólfur minnir fólk á að passa sig áfram, virða sóttvarnir og takmarka hópamyndanir.

mbl.is