Varaði Vesturlönd við með vísan í Skógarlíf

Vladimír Pútín | 21. apríl 2021

Varaði Vesturlönd við með vísan í Skógarlíf

Pútín Rússlandsforseti varaði Vesturlönd við því að „fara yfir mörkin“ í framkomu sinni gagnvart Rússum og vísaði þar til gagnrýni Vesturlanda á meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní og vegna deilna um Úkraínu. BBC greinir frá.

Varaði Vesturlönd við með vísan í Skógarlíf

Vladimír Pútín | 21. apríl 2021

Pútín Rússlandsforseti er greinilega víðlesinn maður. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu …
Pútín Rússlandsforseti er greinilega víðlesinn maður. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu vísaði hann til skáldsögu Nóbelsverðlaunahafans Rudyard Kipling, Skógarlífs, og sagði bandamenn Bandaríkjanna sitja um Rússland eins og sjakalinn Tabaqui sat um afganga tígrisdýrsins vonda Sera Kan. Ljósmynd/Samsett

Pútín Rússlandsforseti varaði Vesturlönd við því að „fara yfir mörkin“ í framkomu sinni gagnvart Rússum og vísaði þar til gagnrýni Vesturlanda á meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní og vegna deilna um Úkraínu. BBC greinir frá.

Pútín Rússlandsforseti varaði Vesturlönd við því að „fara yfir mörkin“ í framkomu sinni gagnvart Rússum og vísaði þar til gagnrýni Vesturlanda á meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní og vegna deilna um Úkraínu. BBC greinir frá.

Þetta gerði hann í árlegu ávarpi sínu til þjóðarinnar og bætti við að Vesturlönd væru sífellt að „ýta við“ Rússum. Hann líkti svo bandamönnum Bandaríkjanna við sjakalann Tabaqui, sem át gjarnan afgangana eftir tígrisdýrið vonda Seri Kan, í sögu Rudyards Kiplings, Skógarlíf (e. The Jungle Book).

Pútín talaði þó mest um kórónuveiruna og áætlanir um efnahagslega framþróun og aukin fjárútlát til rússneska velferðarkerfisins.

Pútín og Lúkasjenkó hittast á morgun

Þvingunaraðgerðir Vesturlanda gegn Rússum segir Pútin að séu tilraun þeirra til þess að ógna stöðugleika í Rússlandi og meðal bandaþjóða Rússa síðan á tímum Sovétríkjanna, Hvíta-Rússlands og Úkraínu.

Pútín styður enda Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, sem hlaut endurkjör á seinasta ári í kosningum sem fæstir þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum viðurkenna. Ofbeldi lögreglu gegn friðsamlegum mótmælum þar í landi og í Rússlandi hafa vakið óhug.

Pútín og Lúkasjenkó eru sagðir munu hittast í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á morgun.

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands. AFP
mbl.is