Metfjöldi smita á heimsvísu og súrefnisskortur

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Metfjöldi smita á heimsvísu og súrefnisskortur

314.835 ný kórónuveirusmit voru greind á Indlandi á síðastliðnum sólarhring en aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum degi í nokkru landi. Á sama sólarhring létust 2.104 vegna Covid-19 í landinu og er þar um að ræða mesta fjölda dauðsfalla á Indlandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs.

Metfjöldi smita á heimsvísu og súrefnisskortur

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Heilbrigðisstarfsmenn aðstoða Covid-19-sjúkling.
Heilbrigðisstarfsmenn aðstoða Covid-19-sjúkling. AFP

314.835 ný kórónuveirusmit voru greind á Indlandi á síðastliðnum sólarhring en aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum degi í nokkru landi. Á sama sólarhring létust 2.104 vegna Covid-19 í landinu og er þar um að ræða mesta fjölda dauðsfalla á Indlandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs.

314.835 ný kórónuveirusmit voru greind á Indlandi á síðastliðnum sólarhring en aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum degi í nokkru landi. Á sama sólarhring létust 2.104 vegna Covid-19 í landinu og er þar um að ræða mesta fjölda dauðsfalla á Indlandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs.

Alls hafa 16 milljónir manna smitast af kórónuveirunni á Indlandi en þar stendur önnur bylgja faraldursins nú sem hæst og hafa heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af heilbrigðiskerfi landsins sem ræður ekki fyllilega við álagið. 

„Þetta er fáránlegt

Skortur er á súrefni í höfuðborg Indlands, Delí. Hæstiréttur Indlands hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig hún hefur tekið á súrefnisskortinum. 

„Þetta er fáránlegt. Við viljum vita hvað stjórnvöld eru að gera hvað varðar súrefnisbirgðir á landsvísu,“ sögðu dómarar Hæstaréttar í úrskurði í máli eiganda sex einkarekinna sjúkrahúsa gegn ríkinu. Hæstiréttur skipaði ríkisstjórninni að tryggja að spítalar á landsvísu fengju það súrefni sem þeir þurfa á að halda.

Frétt BBC

mbl.is