Nú er heimilt að skylda ferðamenn í sóttvarnahús

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Nú er heimilt að skylda ferðamenn í sóttvarnahús

Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt um klukkan hálffimm í morgun, með 28 atkvæðum gegn tveimur. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu var stjórnarþingmaðurinn Sigríður Á. Andersen. 22 sátu hjá og 11 voru fjarverandi.

Nú er heimilt að skylda ferðamenn í sóttvarnahús

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Heilbrigðisráðherra hefur nú heimild til þess að skylda ákveðna ferðamenn …
Heilbrigðisráðherra hefur nú heimild til þess að skylda ákveðna ferðamenn í sóttvarnahús, að fenginni tillögu frá sóttvarnalækni. Hér eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eggert Jóhannesson

Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt um klukkan hálffimm í morgun, með 28 atkvæðum gegn tveimur. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu var stjórnarþingmaðurinn Sigríður Á. Andersen. 22 sátu hjá og 11 voru fjarverandi.

Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt um klukkan hálffimm í morgun, með 28 atkvæðum gegn tveimur. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu var stjórnarþingmaðurinn Sigríður Á. Andersen. 22 sátu hjá og 11 voru fjarverandi.

Lögin heimila ráðherra frá og með deginum í dag, 22. apríl, og til 30. júní nk. að skylda ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæðum eða svæðum sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um til að sæta sinni sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi.

Samþykkt með breytingatillögu

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferðamaður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangrunar í húsnæði á eigin vegum,“ segir í nýsamþykktum lögum.

Frumvarpið var samþykkt með breytingartillögu minnihlutans en fjórir af fimm stjórnarþingmönnum í velferðarnefnd undirrituðu minnihlutaálitið. Tillagan inniheldur breytingar á orðalagi og gefur ráðherra umboð til þess að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis.

mbl.is