Tónlistarfólk fagnar bjartsýni stjórnvalda

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Tónlistarfólk fagnar bjartsýni stjórnvalda

Formaður Félags íslenskra tónlistarmanna segir að tónlistarfólk taki lagabreytingum Alþingis fagnandi og líti bjartsýnt fram á veginn vegna fyrirætlana stjórnvalda um afléttingu samkomutakmarkana snemma sumars.

Tónlistarfólk fagnar bjartsýni stjórnvalda

Kórónuveiran Covid-19 | 22. apríl 2021

Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, formaður FÍT og aðstoðarskólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, formaður FÍT og aðstoðarskólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Formaður Félags íslenskra tónlistarmanna segir að tónlistarfólk taki lagabreytingum Alþingis fagnandi og líti bjartsýnt fram á veginn vegna fyrirætlana stjórnvalda um afléttingu samkomutakmarkana snemma sumars.

Formaður Félags íslenskra tónlistarmanna segir að tónlistarfólk taki lagabreytingum Alþingis fagnandi og líti bjartsýnt fram á veginn vegna fyrirætlana stjórnvalda um afléttingu samkomutakmarkana snemma sumars.

Hún segir einnig að síðasta rúma árið hafi verið einstaklega erfitt fyrir tónlistarfólk, sem ekki nær að halda tónleika vegna samkomutakmarkana, og verður því af sinni helstu tekjulind. Tónleikahald hefur enda orð sífellt mikilvægara á undanförnum árum í ljósi þess að plötusala hefur almennt minnkað.

Arnarhóll í því sem virðist vera fjarlæg fortíð. Tónaflóð Rásar …
Arnarhóll í því sem virðist vera fjarlæg fortíð. Tónaflóð Rásar 2 á Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er gríðarlega ánægjulegt að við séum að sjá fram á bjartari tíma í þessu, þetta hefur auðvitað verið gífurlega erfitt ár fyrir tónlistarfólk,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir, formaður FÍT og söngkona, við mbl.is.

„Tónleikahald hefur líka verið margfalt mikilvægara fyrir tónlistarfólk á undanförnum árum, eftir að plötusala hefur dregist saman. Þess vegna hefur tónleikahald sprungið svona gríðarlega út á síðustu áru, vegna þess að þetta er orðið að okkar helstu tekjulind,“ bætir hún við.

Skilur gremju tónlistarmanna og landsmanna allra

Hallveig segir að viðbrögð margra tónlistarmanna, sem og annarra Íslendinga, við fréttum af hópsmitum sem rakin eru til brota á reglum um sóttkví og einangrun séu skiljanleg. Ef til vill brjótist þar út uppsöfnuð gremja hjá þeim sem eiga allt sitt undir að farið sé eftir reglum.

„Svo ég tali nú bara út frá sjálfri mér, þá tel ég að þessar landamærareglur auðvitað miklu máli í því að verja okkur gegn smitum. Það sem hins vegar er auðvitað mesta fagnaðarefnið fyrir okkur er að stjórnvöld telji í alvöru að hér verði hægt að aflétta flestum takmörkunum bara á fyrri hluta sumarsins.

Ég skil auðvitað vel að það fari illa ofan í tónlistarfólk, rétt eins og meirihluta þjóðarinnar, þegar ekki virtist vera hægt að stöðva veiruna frá því að koma inn í landið, vegna þess að einhverjir töldu sín sjálfsögðu mannréttindi að þurfa ekki að lúta reglum sem settar voru um þetta sóttkvíarhótel.“

mbl.is