Dónalegasta ræða Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2021 | 26. apríl 2021

Dónalegasta ræða Óskarsins

Leikarinn Daniel Kaluuya vann Óskarsverðlaun í nótt fyrir leik í aukahlutverki. Þakkarræða hans var heldur óvenjuleg en hann þakkaði meðal annars foreldrum sínum fyrir að hafa stundað kynlíf. 

Dónalegasta ræða Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2021 | 26. apríl 2021

Daniel Kaluuya með styttuna góðu.
Daniel Kaluuya með styttuna góðu. AFP

Leikarinn Daniel Kaluuya vann Óskarsverðlaun í nótt fyrir leik í aukahlutverki. Þakkarræða hans var heldur óvenjuleg en hann þakkaði meðal annars foreldrum sínum fyrir að hafa stundað kynlíf. 

Leikarinn Daniel Kaluuya vann Óskarsverðlaun í nótt fyrir leik í aukahlutverki. Þakkarræða hans var heldur óvenjuleg en hann þakkaði meðal annars foreldrum sínum fyrir að hafa stundað kynlíf. 

„Mamma mín hitti pabba minn, þau stunduðu kynlíf, það er ótrúlegt. Vitið þið hvað ég meina? Ég er hér, fattið þið? Ég er svo ánægður með að vera á lífi svo ég ætla að fagna því í kvöld,“ sagði Kaluuya meðal annars í ræðu sinni. 

Móðir Kaluuya fylgdist með verðlaunaafhendingunni frá London ásamt systur Kaluuya. Ræðan kom þeim greinilega á óvart og systir hans greip um andlit sitt en móðir hans vissi ekki hvað hún ætti að gera. Viðbrögð hennar hafa farið út um allt á netinu. 

Móðir Daniel Kaluuya og systi hans.
Móðir Daniel Kaluuya og systi hans.

Leikarinn var spurður út í óvenjuleg orð sín þegar hann talaði við fjölmiðla eftir þakkarræðuna. „Ég held að það sé nokkuð augljóst að foreldrar okkar allra stunduðu kynlíf,“ svaraði Kaluuya og hló. 



mbl.is