„Um algjörlega fordæmalausar aðstæður að ræða“

Kórónukreppan | 26. apríl 2021

„Um algjörlega fordæmalausar aðstæður að ræða

Um 850 ráðningarsamningar hafa verið gerðir á landsvísu síðan í mars í átaki Vinnumálastofnunar, „Hefjum störf“, sem gengur út á það að atvinnurekendur fá ráðningarstyrki frá Vinnumálastofnun með fólki sem hefur verið atvinnulaust í mánuð eða lengur. Þá hafa um 900 atvinnurekendur auglýst eftir starfsfólki í gegnum þessa leið í um 2.800 störf.

„Um algjörlega fordæmalausar aðstæður að ræða

Kórónukreppan | 26. apríl 2021

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 850 ráðningarsamningar hafa verið gerðir á landsvísu síðan í mars í átaki Vinnumálastofnunar, „Hefjum störf“, sem gengur út á það að atvinnurekendur fá ráðningarstyrki frá Vinnumálastofnun með fólki sem hefur verið atvinnulaust í mánuð eða lengur. Þá hafa um 900 atvinnurekendur auglýst eftir starfsfólki í gegnum þessa leið í um 2.800 störf.

Um 850 ráðningarsamningar hafa verið gerðir á landsvísu síðan í mars í átaki Vinnumálastofnunar, „Hefjum störf“, sem gengur út á það að atvinnurekendur fá ráðningarstyrki frá Vinnumálastofnun með fólki sem hefur verið atvinnulaust í mánuð eða lengur. Þá hafa um 900 atvinnurekendur auglýst eftir starfsfólki í gegnum þessa leið í um 2.800 störf.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, við fyrirspurn mbl.is.

Í viðtali við mbl.is í síðustu viku sagði lista- og leiðsögukona, sem er ekki skráð atvinnulaus, frá sinni reynslu af því að leita sér að vinnu án þess að hafa styrkinn á bak við sig. Henni hafði þá í tvígang boðist vinna sem helst stóð til boða ef ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar fylgdi henni. Konan velti því þá upp hvort átakið gæti orðið til þess að þeir sem hafi verið á atvinnuleysisskrá hafi forskot á þá sem ekki eru þar hvað atvinnuleit varðar.

Hafið þið áhyggjur af því að þessi styrkur geti skekkt samkeppni um störf, t.d. í tilvikum þar sem einstaklingur sem ekki er atvinnulaus sækir um starf og er hæfari en sá sem er atvinnulaus, en sá sem er atvinnulaus býður upp á styrk með sér?

„Hvað varðar samkeppni á vinnumarkaði þá hafa stjórnvöld metið það svo að þar sem algjört fall varð í einni af stærstu atvinnugreininni okkar sé eðlilegt að aðstoða við endurreisn hennar og atvinnulífsins almennt. Aldrei hafa jafnmargir einstaklingar verið án atvinnu á sama tíma á Íslandi svo nú er um algjörlega fordæmalausar aðstæður að ræða,“ skrifar Unnur í svari sínu.

„Jafnframt er vert að benda á að því vinnumarkaðsúrræði að greiða ráðningarstyrk tímabundið til fyrirtækja hefur verið beitt um árabil og er það úrræði sem hefur gefist langbest, allt upp í 75-80% þeirra, sem hafa notið þess, hafa fengið varanlega ráðningu í framhaldinu. Í átakinu „Hefjum störf“ er því verið að nýta gott vinnumarkaðsúrræði og víkka og auka heimildir til að beita því, tímabundið.“

Frá kynningu forsætisráðherra og félags- og barnamálaráðherra á átakinu.
Frá kynningu forsætisráðherra og félags- og barnamálaráðherra á átakinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt að 527.211 krónur í styrki mánaðarlega

Allir atvinnurekendur sem vilja ráða atvinnuleitendur til starfa geta nýtt sér ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar. Atvinnuleitendur þurfa þá að hafa verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti einn mánuð til þess að styrkur, sem nemur allt að 342.784 krónum mánaðarlega, að meðtöldu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð, fylgi honum inn í starfið.

Sérstakar reglur gilda um fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn, frjáls félagasamtök og stofnanir og sveitarfélög. Fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn og frjáls félagasamtök geta ráðið til sín fólk sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í 12 mánuði eða lengur og fengið þá styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum, að hámarki 472.835 krónum að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Styrkurinn getur því mest numið 527.211 krónum mánaðarlega. Stofnanir og sveitarfélög geta fengið eins styrk með fólki sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í 24 mánuði eða lengur. Í öllum tilvikum þarf ráðning atvinnuleitenda að fela í sér aukinn starfsmannafjölda.

Fæst störf á Vestfjörðum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í síðustu viku að 48% þeirra starfa sem skráð hafa verið séu á höfuðborgarsvæðinu. Fjórtán prósent þeirra eru á Suðurlandi, 9% á Norðausturlandi, 8% á Vesturlandi, 7% á Suðurnesjum og önnur 7% á Austurlandi. Fjögur prósent starfanna 2.900 sem skráð hafa verið eru staðsett á Norðvesturlandi og 3% á Vestfjörðum.

👍 Það eru mjög jákvæðar fréttir inn í nýhafið sumar hversu vel átakið „Hefjum störf“ fer af stað.

mbl.is