Staðan 15 milljörðum verri en áætlað var

Kórónukreppan | 29. apríl 2021

Staðan 15 milljörðum verri en áætlað var

Reykjavíkurborg var rekin með tæplega þriggja milljarða króna halla árið 2020 og segir í tilkynningu þar um að það sé að mestu leyti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað var að rekstraniðurstaða A- og B-hluta samstæðu borgarinnar yrði jákvæð um 12 milljarða króna, en er neikvæð um tæpa þrjá milljarða.

Staðan 15 milljörðum verri en áætlað var

Kórónukreppan | 29. apríl 2021

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta borgarsamstæðunnar var neikvæð um tæpa þrjá …
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta borgarsamstæðunnar var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavíkurborg var rekin með tæplega þriggja milljarða króna halla árið 2020 og segir í tilkynningu þar um að það sé að mestu leyti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað var að rekstraniðurstaða A- og B-hluta samstæðu borgarinnar yrði jákvæð um 12 milljarða króna, en er neikvæð um tæpa þrjá milljarða.

Reykjavíkurborg var rekin með tæplega þriggja milljarða króna halla árið 2020 og segir í tilkynningu þar um að það sé að mestu leyti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað var að rekstraniðurstaða A- og B-hluta samstæðu borgarinnar yrði jákvæð um 12 milljarða króna, en er neikvæð um tæpa þrjá milljarða.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.

Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:  Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf.

Faraldurinn setti strik í reikninginn

Bæði er sagt að tekjur borgarinnar hafi dregist saman vegna minni umsvifa borgarbúa og erlendra ferðamanna og vegna veikingu krónunnar, sem hafði áhrif á erlend lán Orkuveitu Reykjavíkur. 

Samt sem áður segir að eiginfjárstaða borgarinnar sé sterk og eiginfjárhlutfall hennar sé 47,2%. 

„Reykjavíkurborg hefur sett fram öfluga endurreisnaráætlun, Græna planið, til að mæta samdrættinum vegna COVID-19. Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu borgarinnar. 

Í fréttatilkynningunni segir meðal annars:

„Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 19.176 m.kr.  Eiginfjárhlutfall er nú 47,2% en var 49,9% um síðustu áramót.“

mbl.is