Þröskuldur vegna viðspyrnustyrkja lækkaður

Kórónuveiran Covid-19 | 30. apríl 2021

Þröskuldur vegna viðspyrnustyrkja lækkaður

Þröskuldur fyrir fyrirtæki til að nýta sér viðspyrnustyrki stjórnvalda verður lækkaður úr 60% í 40% og gildir aftur til nóvember í fyrra.

Þröskuldur vegna viðspyrnustyrkja lækkaður

Kórónuveiran Covid-19 | 30. apríl 2021

Ráðherrar fyrir utan Ráðherrabústaðinn.
Ráðherrar fyrir utan Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Arnþór

Þröskuldur fyrir fyrirtæki til að nýta sér viðspyrnustyrki stjórnvalda verður lækkaður úr 60% í 40% og gildir aftur til nóvember í fyrra.

Þröskuldur fyrir fyrirtæki til að nýta sér viðspyrnustyrki stjórnvalda verður lækkaður úr 60% í 40% og gildir aftur til nóvember í fyrra.

Lokunarstyrkir verða áfram til staðar fyrir fyrirtæki sem þurfa að loka starfsemi sinni vegna áhrifa af völdum kórónuveirunnar.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum.

Viðspyrnustyrkir hafa verið veittir fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir 60% tekjufalli eða meira. Þeir hafa verið í gildi frá því nóvember í fyrra.

„Kostnaðarmatið okkar hefur verið miðað við að fleiri myndu nýta sér úrræðið en raunin hefur verið,“ sagði Bjarni og bætti við að dyrnar muni því opnast fyrir fleirum með breytingunum á viðspyrnustyrkjum.

Tilkynning ríkisstjórnarinnar um úrræðin

Útgreiðsla séreignarsparnaðar verður áfram heimiluð með skattgreiðslum, auk þess sem ráðist verður í mörg vinnumarkaðstengd úrræði.

Hlutabótaleiðin er að renna sitt skeið og verður hún framlengd, sagði Bjarni.

„Við höfum á undanförnum vikum ýmist verið að klára mál sem voru lögð fyrir þingið á þessu vori. Ég nefni sem dæmi ívilnanir til fjárfestinga einkaaðila þar sem við erum að reyna að örva fjárfestingu í landinu og þingið útvíkkaði frumvarp sem ég hafði lagt fram,“ sagði Bjarni einnig og nefndi einnig í þessu samhengi mál sem tengist frestunum á gjalddögum stuðningslána.

Stuðningur við fólk og fyrirtæki

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að hlutabótaleiðin munu ganga inni í Hefjum störf, eins og Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, hafði skömmu áður greint frá.

„Þeir sem eru í því kerfi í dag geta þá fengið styrk en farið í fulla virkni hjá fyrirtækjunum. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki,“ sagði Sigurður Ingi.

Einnig nefndi hann 100 þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa verið atvinnulausir til langs tíma. Hann nefndi sömuleiðis vinnumarkaðsúrræði sem tengist því að framlengja tekjutengda sex mánaða tímabilið.

Varðandi námsmenn sem eiga erfitt með að fá vinnu, fá þeir aukinn möguleika til að sækja um viðbótarlán upp að ákveðnum tekjumörkum. 

Viðbótarfjármagni verður jafnframt veitt til geðheilbrigðismála upp á 600 milljónir króna. 

Barnabótaauki upp á 30 þúsund krónur verður veittur til allra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum, bætti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við. 

mbl.is