Beint: Varnarsamningurinn 70 ára

Varnarmál Íslands | 5. maí 2021

Beint: Varnarsamningurinn 70 ára

Í dag eru 70 ár liðin frá undirritun varnarsamnings Íslands við Bandaríkin. Í tilefni þess býður Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, til vefstefnu um tilurð og gildi varnarsamningsins í dag. 

Beint: Varnarsamningurinn 70 ára

Varnarmál Íslands | 5. maí 2021

Í dag eru 70 ár frá undirritun varnarsamnings Bandaríkjanna og …
Í dag eru 70 ár frá undirritun varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í dag eru 70 ár liðin frá undirritun varnarsamnings Íslands við Bandaríkin. Í tilefni þess býður Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, til vefstefnu um tilurð og gildi varnarsamningsins í dag. 

Í dag eru 70 ár liðin frá undirritun varnarsamnings Íslands við Bandaríkin. Í tilefni þess býður Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, til vefstefnu um tilurð og gildi varnarsamningsins í dag. 

Vefstefnan er byggð upp á knöppum ávörpum og viðtölum og verður send út í dag á milli klukkan 12 og 13.

Sjá má vefstefnuna beint hér: 

Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður hinn 5. maí 1951 af þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Edward Lawson.

Meðal viðmælenda eru Charles E. Miller, hershöfðingi Bandaríkjahers, forstöðumaður áætlana, stefnu, stefnumörkunar og getu, Harry Kamian, Chargé d'Affaires hjá sendiráði bandaríkjanna á Íslandi, og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi. 

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og formaður Varðbergs, segir í samtali við mbl.is að vefstefnan sé afrakstur mikillar skipulagsvinnu með glæsilegum viðmælendum með mismunandi nálgun og sýn á varnarsamstarf Íslands. 

Hann segir sérstaklega gleðilegt að vera formaður Varðbergs á tímum þegar við fögnum 70 ára afmæli varnarsamningsins sem er hornsteinn í varnarmálum Íslands. „Mikilvægi öryggis- og varnarmála á Íslandi verður meira og meira með hverju árinu. Ég fagna því að opin umræða, þvert á stjórnmálaflokka og stjórnsýslusvið, muni fara fram í dag um gildi varnarsamningsins,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. 

Vefstefnan er samstarfsverkefni Varðbergs, utanríkisráðuneytisins, sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og Morgunblaðsins.

mbl.is