Ísland leggi áherslu á friðsamlegar lausnir

Varnarmál Íslands | 5. maí 2021

Ísland leggi áherslu á friðsamlegar lausnir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lagði áherslu á sérstöðu Íslands meðal hóps vestrænna þjóða í öryggis- og varnarbandalagi, þar sem Ísland hefur ávallt verið herlaus þjóð og þátttaka okkar á borgaralegum forsendum í vefstefnu Varðbergs í dag. 

Ísland leggi áherslu á friðsamlegar lausnir

Varnarmál Íslands | 5. maí 2021

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Frá ávarpi Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lagði áherslu á sérstöðu Íslands meðal hóps vestrænna þjóða í öryggis- og varnarbandalagi, þar sem Ísland hefur ávallt verið herlaus þjóð og þátttaka okkar á borgaralegum forsendum í vefstefnu Varðbergs í dag. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lagði áherslu á sérstöðu Íslands meðal hóps vestrænna þjóða í öryggis- og varnarbandalagi, þar sem Ísland hefur ávallt verið herlaus þjóð og þátttaka okkar á borgaralegum forsendum í vefstefnu Varðbergs í dag. 

Hún sagði áherslu Íslands liggja í friðsamlegum lausnum og góðum samskiptum við bandalagsþjóðir. Þá sagði hún samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa byggst á þeim gildum og leit að sameiginlegum lausnum í öll þessi ár og áratugi.

Varðberg, sam­tök um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál, hélt í dag upp á að sjötíu ár eru liðin í dag frá undirritun varnarsamnings Íslands við Bandaríkin. Í tilefni af því voru fluttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi ávarp á vefstefnu félagsins. 

Þeirra á meðal Katrín, sem einnig er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem hefur á stefnuskrá sinni að Ísland segi sig úr NATO og biðjist afsökunar á þátttöku sinni í hernaðaraðgerðum á þeirra vegum.

Fylgja þjóðaröryggisstefnu

„Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna og aðildin að Atlantshafbandalaginu eru grundvallarþættir í samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Þó að minn flokkur, Vinstri hreyfingin grænt framboð, sé andvíg aðild Íslands að Atlantshafbandalaginu þá höfum við ákveðið að fylgja hinni samþykktu þjóðaröryggisstefnu og höfum gert það í þeirri ríkisstjórn sem ég hef leitt undanfarin ár,“ sagði Katrín í ávarpi sínu í tilefni dagsins. 

Katrín vék að öryggis- og varnarmálum framtíðarinnar. Hún sagði mynd af fjölþátta ógnum hafa breyst og orðið fjölbreyttari frá því að þjóðaröryggisstefna Íslands var samþykkt. 

„Öryggi borgara er okkur öllum ofarlega í huga eftir þetta ár sem hefur einkennst af heimsfaraldri sem hefur verið ein stærsta öryggisógnin sem við höfum glímt við. Þar hafa hagsmunir þjóðarinnar verið að vernda líf og heilsu landsmanna sem er það sem við höfum verið að gera undanfarin misseri,“ sagði Katrín. 

Þá kom Katrín inn á fjölþáttaógnir á borð við netöryggi, loftslagsvána og afvopnunarmál. 

Sjá má vefstefnu Varðbergs í heild sinni hér: 

mbl.is