Miðflokkurinn hélt umræðum uppi í 8 klukkustundir

Flóttafólk á Íslandi | 5. maí 2021

Miðflokkurinn hélt umræðum uppi í 8 klukkustundir

Miðflokksmenn héldu uppi umræðum, sem voru á Alþingi kallaðar málþóf, í átta klukkustundir um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda. Frumvarpið felur meðal annars í sér breytingar á hlutverki Fjölmenningarseturs. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist þó telja að meginmarkmið frumvarpsins væri ekki fyrrnefndar breytingar. Umræðum á þingi lauk ekki fyrr en um miðnætti í nótt.

Miðflokkurinn hélt umræðum uppi í 8 klukkustundir

Flóttafólk á Íslandi | 5. maí 2021

Frá þingflokksfundi Miðflokksins.
Frá þingflokksfundi Miðflokksins. mbl.is/Hari

Miðflokksmenn héldu uppi umræðum, sem voru á Alþingi kallaðar málþóf, í átta klukkustundir um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda. Frumvarpið felur meðal annars í sér breytingar á hlutverki Fjölmenningarseturs. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist þó telja að meginmarkmið frumvarpsins væri ekki fyrrnefndar breytingar. Umræðum á þingi lauk ekki fyrr en um miðnætti í nótt.

Miðflokksmenn héldu uppi umræðum, sem voru á Alþingi kallaðar málþóf, í átta klukkustundir um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda. Frumvarpið felur meðal annars í sér breytingar á hlutverki Fjölmenningarseturs. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist þó telja að meginmarkmið frumvarpsins væri ekki fyrrnefndar breytingar. Umræðum á þingi lauk ekki fyrr en um miðnætti í nótt.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mætti ítrekað, eða 24 sinnum, upp í pontu og mótmælti orðræðu Miðflokksmanna. Hann gagnrýndi reikninga Birgis á kostnaði við móttöku hælisleitenda sem Birgir sagði vera komna frá upplýsingaþjónustu Alþingis. Helgi sagði það aðallega kostnaðarsamt að halda fólki úti, sem væri stefnan í dag, og spurði Birgi hvort fjöldi hælisleitenda væri raunverulega að buga íslenskt hagkerfi. 

„Eru 630 eitthvað að buga íslenskt hagkerfi?“ sagði Helgi og átti þá við það að 631 manns hefði verið veitt dvalarleyfi á síðasta ári. „Mig langar að spyrja háttvirtan þingmann hvort þetta sé of mikið af fólki, hvort íslenskt samfélag ráði ekki við þessa fjölgun?“ sagði Helgi jafnframt. Birgir sagði aðalmarkmið frumvarpsins ekki breytt fjölmenningarsetur eða hlutverk þess.

Segir markmiðið annað

„Aðalmarkmið frumvarpsins er að jafna stöðu flóttafólks, hvort sem um er að ræða flóttafólk sem kemur í hópum, í boði stjórnvalda, svokallaðir kvótaflóttamenn, flóttafólk sem kemur til landsins á eigin vegum, hælisleitendur, eða í gegnum fjölskyldusameiningu,“ sagði Birgir sem sagðist telja að koma ætti í veg fyrir „misnotkun kerfisins“ og nota peningana frekar til þess að aðstoða þá sem væru raunverulega í neyð. 

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði að um „tiltölulega lítið og einfalt mál“ væri að ræða, málið snerist einfaldlega um samræmingu móttöku flóttafólks með því að styrkja hlutverk Fjölmenningarseturs. Hún sagði að henni líkaði ekki tónn Miðflokksmanna. 

„Mér finnst vont ef tilfinningin er sú að þetta sé rödd þingheims, því fer fjarri.“

Sagði innflytjendur bæta við auð þjóðarinnar

Hanna sagði að Miðflokksmenn væru í raun ekki að ræða frumvarpið heldur þá stefnu sína að hingað til lands ætti ekki að koma nema sérlega handvalið fólk sem þeim væri þóknanlegt.

„Við Íslendingar erum rík þjóð, við erum rík á mjög margan máta og af mörgum ástæðum. Sá auður sem við búum yfir vegna þess fjölda innflytjenda sem hingað hefur komið og lagt sitt af mörkum með okkur hinum sem fyrir erum, til þess að bæta og fegra samfélagið okkar, þessi auður er sannarlega ekki bara mældur í krónum og aurum,“ sagði Hanna og bætti við því að heilu atvinnugreinarnar og byggðarlögin teystu á innflytjendur. 

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti upp í pontu og tók að hluta til undir með Miðflokksmönnum. Hann sagði hælisleitendakerfið gallað og kominn tími til að ræða það.

mbl.is