Guðni sendir forseta Indlands hvatningu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Guðni sendir forseta Indlands hvatningu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur skrifað bréf til Ram Nath Kovind, forseta Indlands. Í bréfinu tjáir forsetinn samhug sinn með indversku þjóðinni, í því neyðarástandi sem nú ríkir í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Guðni sendir forseta Indlands hvatningu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Ram Nath Kovind forseti Indlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti …
Ram Nath Kovind forseti Indlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur skrifað bréf til Ram Nath Kovind, forseta Indlands. Í bréfinu tjáir forsetinn samhug sinn með indversku þjóðinni, í því neyðarástandi sem nú ríkir í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur skrifað bréf til Ram Nath Kovind, forseta Indlands. Í bréfinu tjáir forsetinn samhug sinn með indversku þjóðinni, í því neyðarástandi sem nú ríkir í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Guðni segir í bréfinu að íslensk stjórnvöld hyggist leggja indverskum stjórnvöldum lið og segist sannfærður um að allt verði gert til að aðstoða þau sem eru í neyð. Þá minnist Guðni með hlýhug opinberrar heimsóknar indversku forsetahjónanna til Íslands árið 2019 og segist hlakka til þess dags þegar ferðir milli landa verði frjálsar á nýjan leik. 

„Þó að ríki verði að grundvalla viðbragð sitt á þeirra eigin þörfum og viðmiðunum, því meiri samstöðu sem við sýnum, því betra,“ segir Guðni. Hann segir að hér á landi standi þjóðin í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk. 

„Þau hafa staðið sig vel undir krefjandi kringumstæðum. Samkennd og þrautseigja hafa einnig verið ómissandi, og ekki eru síður mikilvæg áhrif vísindalegrar þekkingar. Styrkur vísindanna mun ráða úrslitum í sigri okkar við veiruna, rétt eins og hann hefur áður hjálpað okkur að yfirstíga veikindi og faraldra,“ segir Guðni. 

mbl.is