Segir dapurlegt að við séum ekki komin lengra

MeT­oo - #Ég líka | 7. maí 2021

Segir dapurlegt að við séum ekki komin lengra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir dapurlegt að enn sé þörf fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi hér á landi. Hún segir jafnframt að henni finnist réttindabarátta þolenda þokast gríðarlega hægt og að það finnist henni miður. 

Segir dapurlegt að við séum ekki komin lengra

MeT­oo - #Ég líka | 7. maí 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir dapurlegt að enn sé þörf fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi hér á landi. Hún segir jafnframt að henni finnist réttindabarátta þolenda þokast gríðarlega hægt og að það finnist henni miður. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir dapurlegt að enn sé þörf fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi hér á landi. Hún segir jafnframt að henni finnist réttindabarátta þolenda þokast gríðarlega hægt og að það finnist henni miður. 

Í gær stigu fjölmargar konur fram á samfélagsmiðlinum Twitter, ásamt fleira fólki af öllum kynjum, og lýstu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir undir myllumerkinu #metoo. Katrín segist hafa fylgst vel með umræðunni í gær. 

Þetta sagði hún við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Margt búið að gera en enn ekki nóg

„Það er í raun og veru dapurlegt að við séum ekki komin lengra þrátt fyrir #metoo-bylgjuna sem var hér 2017,“ sagði Katrín og mátti greina ákafa í rödd hennar.

„Það er auðvitað margt búið að gerast hvað varðar umbætur í löggjöf og í fyrra var til dæmis samþykkt þingsályktunartillaga um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi og áreiti, auðvitað eru áhrifin af því ekki enn komin fram og það verður að segjast eins og er, að manni finnst þessi mál þokast gríðarlega hægt. Því það er auðvitað algjör meinsemd í samfélaginu að svona lagað tíðkist og á ekki að líðast.“

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í gær við mbl.is að merkja mætti á umræðum á samfélagsmiðlum í gær, að margar ef ekki flestar konur veigruðu sér við að kæra ofbeldi sem þær verða fyrir, af ótta við neikvæða umfjöllun samfélagsins. 

Nýrri #metoo-bylgju var hrundið af stað eftir að margir lýstu yfir stuðningi við Sölva Tryggvason dagskrárgerðarmann, sem kærður hefur verið fyrir kynferðislegt ofbeldi. Rauði þráðurinn í frásögnum margra kvenna er enda sá að þær lýsa því hve erfitt er að ásaka þjóðþekkta menn í samfélaginu, neikvæð umræða fæli konur frá því að kæra brot sem þær verða fyrir.

mbl.is