Útlit fyrir að flöskuháls myndist

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Útlit fyrir að flöskuháls myndist

Um þúsund komufarþegar eru bókaðir í þeim flugvélum sem væntanlegar eru til landsins á morgun og útlit er fyrir að flöskuháls myndist við greiningu PCR-prófa (skimun).

Útlit fyrir að flöskuháls myndist

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Skimun á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar.
Skimun á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir

Um þúsund komufarþegar eru bókaðir í þeim flugvélum sem væntanlegar eru til landsins á morgun og útlit er fyrir að flöskuháls myndist við greiningu PCR-prófa (skimun).

Um þúsund komufarþegar eru bókaðir í þeim flugvélum sem væntanlegar eru til landsins á morgun og útlit er fyrir að flöskuháls myndist við greiningu PCR-prófa (skimun).

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Landspítalinn ekki að óbreyttu anna þeim mikla fjölda greininga sem gera þarf miðað við væntanlegan fjölda ferðamanna.

„Aukning í straumi ferðamanna er hraðari en gert var ráð fyrir í þeim spám sem við vorum búin að fá í hendurnar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Fréttablaðið.

Unnið er að greiningu á því hvernig bregðast megi við þá daga sem mest álag verður á landamærum í sumar.

„Það eru mjög margir áætlaðir á laugardaginn. Þetta er sá dagur sem hvað flestir hafa verið bókaðir hingað til. Við eigum eftir að sjá hve margir skila sér, þannig að það á eftir að koma í ljós hvað þarf að taka mörg sýni,“ segir Víðir og bætir við: „Það er alveg viðbúið að það komi dagar þar sem við förum alveg að efstu mörkum þess sem kerfið þolir.“ Spurður um áhrif tafar á greiningu sýna segir Víðir að tíminn sem fólk þurfi að bíða í sóttkví geti lengst. 

Fréttin í heild

mbl.is