Sex smit í Skagafirði og fjölmargir í sóttkví

Kórónuveiran Covid-19 | 9. maí 2021

Sex smit í Skagafirði og fjölmargir í sóttkví

Sex einstaklingar í Skagafirði eru með staðfest kórónuveirusmit og verið er að rannsaka tvö sýni betur þar sem vafi leikur á hvort um smit sé að ræða. Veruleg fjölgun hefur orðið í sóttkví í sveitarfélaginu að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra í Skagafirði. Í gær voru tæplega 80 einstaklingar komnir í sóttkví vegna fyrri smita í Skagafirði.

Sex smit í Skagafirði og fjölmargir í sóttkví

Kórónuveiran Covid-19 | 9. maí 2021

Fleiri hundruð íbúar Skagafjarðar fara í sýnatöku um helgina eftir …
Fleiri hundruð íbúar Skagafjarðar fara í sýnatöku um helgina eftir að smit kom upp í héraðinu. Ljósmynd/Árni Gunnarsson

Sex einstaklingar í Skagafirði eru með staðfest kórónuveirusmit og verið er að rannsaka tvö sýni betur þar sem vafi leikur á hvort um smit sé að ræða. Veruleg fjölgun hefur orðið í sóttkví í sveitarfélaginu að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra í Skagafirði. Í gær voru tæplega 80 einstaklingar komnir í sóttkví vegna fyrri smita í Skagafirði.

Sex einstaklingar í Skagafirði eru með staðfest kórónuveirusmit og verið er að rannsaka tvö sýni betur þar sem vafi leikur á hvort um smit sé að ræða. Veruleg fjölgun hefur orðið í sóttkví í sveitarfélaginu að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra í Skagafirði. Í gær voru tæplega 80 einstaklingar komnir í sóttkví vegna fyrri smita í Skagafirði.

Í gær voru hátt í 200 skimaðir í Skagafirði og liggur niðurstaða fyrir úr þeirri skimun. Nú á ellefta tímanum hófst skimun að nýju og er þegar komin löng biðröð við heilsugæsluna á Sauðárkróki. Sigfús Ingi telur að svipaður fjöldi verði skimaður í dag og í gær.

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundar klukkan 14 um stöðuna sem er komin upp í Skagafirði og á Sigfús Ingi frekar von á því að ákveðið verði að herða sóttvarnareglur í héraðinu.

Þegar hefur verið gripið til aðgerða og meðal annars hvað varðar sundlaugar í sveitarfélaginu. Sundlaugar eru opnar en heitir pottar lokaðir ásamt gufu- og eimböðum.

Þjónusta í ráðhúsi verður áfram með þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi undanfarið en ekki eru allir starfsmenn ráðhússins staðsettir í ráðhúsinu.

Fólk er því hvatt til að beina erindum sínum í gegnum síma (455-6000), tölvupóst eða íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eigi það þess kost. 

Mælst er til þess að íþróttaæfingar yngri flokka verði felldar niður meðan smitrakning stendur yfir og þangað til heildarmynd er komin á dreifingu smita.

Umhverfisdögum Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fara áttu fram 15. maí og plokk-áskorendakeppni milli fyrirtækja sem átti að hefjast á mánudag er frestað um óákveðinn tíma.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum og verður staðan endurskoðuð í samræmi við framgang smitrakningar og heildarumfang smita.

Að lokum er vert að minna á að gæta allra persónulegra sóttvarna og fara að öllu með gát. Mikilvægt er að einstaklingar sem finna fyrir einkennum séu ekki á meðal fólks og fari í skimun við fyrsta tækifæri, segir á vef sveitarfélagsins.

mbl.is