Gistinætur á hótelum nærri fjórfölduðust í apríl

Ferðamenn á Íslandi | 11. maí 2021

Gistinætur á hótelum nærri fjórfölduðust í apríl

Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir aprílmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í apríl hafi verið um 34.700, þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 26.100 og gistinætur útlendinga um 8.600.

Gistinætur á hótelum nærri fjórfölduðust í apríl

Ferðamenn á Íslandi | 11. maí 2021

Borið saman við 9.200 gistinætur í apríl 2020 má ætla …
Borið saman við 9.200 gistinætur í apríl 2020 má ætla að orðið hafi um það bil 280% aukning í fjölda gistinátta í apríl á milli ára, eða nærri fjórföldun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir aprílmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í apríl hafi verið um 34.700, þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 26.100 og gistinætur útlendinga um 8.600.

Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir aprílmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í apríl hafi verið um 34.700, þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 26.100 og gistinætur útlendinga um 8.600.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem gefur út tölur um gistinætur ferðamanna á hótelum í hverjum mánuði. 

Borið saman við 9.200 gistinætur í apríl 2020 má ætla að orðið hafi um það bil 280% fjölgun gistinátta í apríl á milli ára, eða nærri fjórföldun, að því er Hagstofan greinir frá. Þar af megi ætla að gistinóttum útlendinga hafi fjölgað um 190% en gistinóttum Íslendinga um 320% og þar með rúmlega fjórfaldast.

Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í apríl 2021 um 7,4% samanborið við 2,5% í sama mánuði í fyrra.

Hagstofan segir að það sé rétt að hafa til hliðsjónar að samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið sett á um miðjan mars 2020 og hafði sérstaklega mikil áhrif á gistináttatölur fyrir apríl 2020.

Bráðabirgðatölur fyrir mars 2021 gerðu ráð fyrir að gistinætur hefðu verið um 54.400. Þegar búið var að vinna úr öllum tölum fyrir mars reyndist endanlegur fjöldi hótelgistinátta hafa verið 48.700.

mbl.is