„Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér“

MeT­oo - #Ég líka | 11. maí 2021

„Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur dregið framboð sitt til baka. Þetta gerir hann í ljósi Metoo-umræðu síðustu daga. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.

„Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér“

MeT­oo - #Ég líka | 11. maí 2021

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur dregið framboð sitt til baka. Þetta gerir hann í ljósi Metoo-umræðu síðustu daga. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur dregið framboð sitt til baka. Þetta gerir hann í ljósi Metoo-umræðu síðustu daga. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Eftir að hafa mistekist að ná fyrsta sæti í Suðurkjördæmi hafði Kolbeinn boðið sig fram í annað sæti á lista Vinstri-grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. 

„Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdáunarvert að þær geri það og ég vona innilega að gott komi út úr því. Á dögunum var leitað til fagráðs VG með kvartanir vegna hegðunar minnar. Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmsu hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef endurskoðað þá ákvörðun,“ skrifar Kolbeinn.

Kolbeinn segist hluti af valdakerfinu og hluti af feminískum flokki sem á alltaf að standa með konum. „Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og konunum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í framboði fyrir VG. Og Vinstrihreyfingin – grænt framboð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegðun,“ skrifar Kolbeinn og bætir við:

„Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við samskipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brottför mína úr hinu opinbera rými í haust. Ég dreg framboð mitt í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til baka og verð því ekki í framboði í kosningunum. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því vonbrigðum.

Ég hef ýmislegt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til einhvers góðs,“ skrifar Kolbeinn að lokum.

Færsluna í heild sinni má lesa á facebooksíðu Kolbeins.

mbl.is