Slaka megi á höftum að lokinni bólusetningu eldra fólks og áhættuhópa

Slaka megi á höftum að lokinni bólusetningu eldra fólks og áhættuhópa

Áhyggjur af langvarandi Covid ættu ekki að hindra að hægt sé að slaka vel á höftum innanlands og á landamærum þegar búið er að bólusetja eldra fólk og áhættuhópa. Þetta kemur fram í grein sem þeir Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, og Erling Óskar Kristjánsson, BSc í verkfræði, skrifa í Morgunblaðið í dag. 

Slaka megi á höftum að lokinni bólusetningu eldra fólks og áhættuhópa

Bólusetningar við Covid-19 | 11. maí 2021

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhyggjur af langvarandi Covid ættu ekki að hindra að hægt sé að slaka vel á höftum innanlands og á landamærum þegar búið er að bólusetja eldra fólk og áhættuhópa. Þetta kemur fram í grein sem þeir Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, og Erling Óskar Kristjánsson, BSc í verkfræði, skrifa í Morgunblaðið í dag. 

Áhyggjur af langvarandi Covid ættu ekki að hindra að hægt sé að slaka vel á höftum innanlands og á landamærum þegar búið er að bólusetja eldra fólk og áhættuhópa. Þetta kemur fram í grein sem þeir Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, og Erling Óskar Kristjánsson, BSc í verkfræði, skrifa í Morgunblaðið í dag. 

Greinin ber yfirskriftina Langvarandi Covid í stuttu máli.

Í upphafi greinarinnar er farið yfir bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langvarandi einkennum Covid-19, sem þau Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynntu nýlega. Jón og Erling taka fram, að þar sem einkenni langvarandi Covid (LC) séu ósértæk, hafi einnig um 200 einstaklingar sem ekki höfðu sýkst af veirunni verið skoðaðir. „Rannsóknin virðist vönduð og eiga aðstandendur hennar hrós skilið fyrir framtakið,“ skrifa þeir Jón og Erling. 

Geti verið andlegt áfall að smitast af Covid-19

Jón og Erling benda m.a. á í sinni grein, að það sé vel þekkt að fólk sem veikist illa af hvaða orsökum sem er, geti verið lengi að ná sér, sérstaklega andlega. Áfallastreituröskun, PTSD, sé algeng eftir mikil veikindi og hafi t.a.m. sýnt fram á það eftir SARS-sýkingar og líka í rannsókn hérlendis (Líðan þjóðar), sem sýndi að þeir sem veiktust alvarlega af Covid-19 höfðu aukna áhættu á PTSD og þunglyndi.

Jón Ívar Einarsson og Erling Óskar Kristjánsson.
Jón Ívar Einarsson og Erling Óskar Kristjánsson.

„Fyrir fólk sem er illa haldið af ótta er mikið andlegt áfall að smitast af C-19 og enn verra að veikjast illa. „Cognitive impairment“ eftir mikil veikindi af hvaða völdum sem er hefur verið lýst í allt að 62% sjúklinga og getur varað í 1-5 ár, en tíðnin er misjöfn eftir rannsóknum. „Post viral fatigue“ er vel þekkt fyrirbrigði og hefur fundist eftir t.d. flensu, herpes, epstein-barr o.fl. Þessi einkenni geta varað í jafnvel nokkur ár.

Þegar tölurnar frá ÍE eru skoðaðar virðist ekki vera marktækur munur á einkennum þeirra sem fengu væg einkenni C-19 og hjá samanburðarhópi. Þetta og það sem nefnt var að ofan gæti bent til þess að LC tengist alvarleika veikinda, en ekki að þetta séu sértæk einkenni af völdum SARS-CoV-2 veirunnar. Við vitum einnig ekki hvort hóparnir séu sambærilegir (e.t.v. eru þeir það en það kemur ekki fram), enda mikilvægt að áhættuþættir dreifist jafnt á milli samanburðarhóps og rannsóknarhóps,“ skrifa þeir Jón og Erling. 

Vel þekkt hverjir veikist illa

Í lok greinarinnar segir, að þegar niðurstöður séu teknar saman virðast vera litlar líkur á langvarandi Covid eftir lítil veikindi af völdum Covid-19.

„Það er vel þekkt hverjir veikjast illa; það er eldra fólk og fólk með undirliggjandi áhættuþætti. Til eru dæmi um að ungt og hraust fólk veikist illa og líka að það veikist ekki illa en fái samt langvarandi einkenni í kjölfarið, en þetta er ekki algengt. Áhyggjur af LC ættu því ekki að hindra að hægt sé að slaka vel á höftum innanlands og á landamærum þegar búið er að bólusetja eldra fólk og áhættuhópa,“ segir í niðurlagi greinarinnar.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér. 

mbl.is