„Þetta lítur ekkert illa út“

Kórónuveiran Covid-19 | 11. maí 2021

„Þetta lítur ekkert illa út“

Annar þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær hafði áður verið í sóttkví en nokkuð var síðan henni lauk áður en hann greindist. Hinn greindist í sýnatökuátaki í tengslum við hópsýkingu í Skagafirði. 

„Þetta lítur ekkert illa út“

Kórónuveiran Covid-19 | 11. maí 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær hafði áður verið í sóttkví en nokkuð var síðan henni lauk áður en hann greindist. Hinn greindist í sýnatökuátaki í tengslum við hópsýkingu í Skagafirði. 

Annar þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær hafði áður verið í sóttkví en nokkuð var síðan henni lauk áður en hann greindist. Hinn greindist í sýnatökuátaki í tengslum við hópsýkingu í Skagafirði. 

Þetta lítur ekkert illa út þannig séð en auðvitað erum við með þessa hópsýkingu þarna fyrir norðan og við erum kannski ekki alveg búin að sjá fyrir endann á henni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. 

Auk þeirra tveggja smita sem greindust utan sóttkvíar í gær greindist einn í sóttkví. 

Alls eru nú níu staðfest smit í Skagafirði og um 400 í sóttkví.

„Það tekur alltaf smá tíma að vera viss um að fólk hafi ekki veikst, það getur tekið upp undir tvær vikur en flestir eru komnir með einkenni eftir viku. Það tekur alltaf svolítinn tíma að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum,“ segir Þórólfur. 

Einn greindist utan sóttkvíar í fyrradag og var sá í öndunarvél á gjörgæslu í gær eftir að hafa verið lasinn í nokkurn tíma. Þórólfur segir það mikilvægt að fólk fari í sýnatöku um leið og það fari að finna fyrir einkennum. 

„Við erum að sjá það oft og höfum séð það undanfarið að fólk er búið að vera með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku þótt það sé náttúrlega ekki alltaf þannig. Það er kannski helsta áhyggjuefnið að fólk sé þá búið að útsetja og smita marga áður en það greinist,“ segir Þórólfur. 

mbl.is