Fékk fjóra en ekki sex skammta af Pfizer

Fékk fjóra en ekki sex skammta af Pfizer

23 ára kona sem fyrir mistök fékk of marga skammta af bólefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fékk fjóra skammt en ekki sex.

Fékk fjóra en ekki sex skammta af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 12. maí 2021

Lyfjaglas með bóluefni Pfizer-BioNTech ásamt sprautu.
Lyfjaglas með bóluefni Pfizer-BioNTech ásamt sprautu. AFP

23 ára kona sem fyrir mistök fékk of marga skammta af bólefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fékk fjóra skammt en ekki sex.

23 ára kona sem fyrir mistök fékk of marga skammta af bólefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fékk fjóra skammt en ekki sex.

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu.

Konan fékk auka skammta frá hjúkrunarfræðingi sem gerði mistök með því að þynna ekki bóluefnið og sprautaði hana með þremur fleiri skömmtum en til stóð.

Heilbrigðisyfirvöld sögðu upphaflega að konan hefði fengið sex skammta en þau leiðréttu málið í gær.

Þau bættu við að það hafi verið mikilvægt að uppgötva að konan hefði fengið fjóra skammta því Pfizer hefur áður gert tilraunir með því að sprauta fjórföldum skammti í einu. Hafði það engar afleiðingar fyrir þá sem voru sprautaðir.

mbl.is