Kynnti aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 14. maí 2021

Kynnti aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti samantekt á ríkisstjórnarfundi í morgun um þau lagafrumvörp, þingsályktanir, aðgerðir og verkefni sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni á yfirstandandi kjörtímabili.

Kynnti aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 14. maí 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti samantekt á ríkisstjórnarfundi í morgun um þau lagafrumvörp, þingsályktanir, aðgerðir og verkefni sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni á yfirstandandi kjörtímabili.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti samantekt á ríkisstjórnarfundi í morgun um þau lagafrumvörp, þingsályktanir, aðgerðir og verkefni sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni á yfirstandandi kjörtímabili.

Þá fundaði forsætisráðherra með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun þar sem farið var yfir stöðu aðgerða í nýrri forvarnaáætlun gegn kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem var samþykkt á Alþingi í fyrra.

Forvarnaráætlun vísar veg til framtíðar

„Vegna þeirrar miklu umræðu sem skapast hefur í samfélaginu eftir að þolendur hafa enn og aftur stigið fram og sagt frá reynslu sinni fór ég yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili til að breyta löggjöf, bæta stöðu brotaþola og koma af stað öflugu forvarnarstarfi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ segir Katrín í tilkynningunni.

„Þar langar mig sérstaklega til að minnast á nýju forvarnaráætlunina sem mun nú vísa okkur veginn til framtíðar. Forvarnarstarfið er nefnilega lykilatriði, því við útrýmum ekki kynbundnu ofbeldi bara með breytingum á löggjöf, heldur þarf líka að verða róttæk viðhorfsbreyting. Margir áfangasigrar hafa orðið á þessu kjörtímabili en enn er mikið verk framundan og því höldum við ótrauð áfram, bætir hún við.

Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í á þessu kjörtímabili er fullfjármögnuð áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir 2021-2025, styrkir til þolendamiðstöðva víða um land, lög um kynferðislega friðhelgi og lög um umsáturseinelti.

Lagafrumvarp hefur verið lagt fram um betrumbætur á réttarstöðu brotaþola, vitundarvakning gegn heimilisofbeldi, auknir fjármunir til lögreglu og héraðssaksóknara til að bæta rannsókn og meðferð kynferðisbrota og þróun námsefnis sem stuðlar að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir framhaldsskóla.

mbl.is