Uppselt í skíðaferðir eftir áramót

Vetraríþróttir | 14. maí 2021

Uppselt í skíðaferðir eftir áramót

Íslendingar eru byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sínar næstu mánuði. Mikil aðsókn er í ferðir næsta vetur og er til að mynda uppselt í skíðaferðir eftir áramót að því fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Íslenskir skíðagarpar hafa margir hverjir beðið lengi eftir sinni árlegu skíðaferð í Alpana. 

Uppselt í skíðaferðir eftir áramót

Vetraríþróttir | 14. maí 2021

Íslendingar eru spenntir fyrir skíðaferðum á næsta ári.
Íslendingar eru spenntir fyrir skíðaferðum á næsta ári. mbl.is/Colourbox

Íslendingar eru byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sínar næstu mánuði. Mikil aðsókn er í ferðir næsta vetur og er til að mynda uppselt í skíðaferðir eftir áramót að því fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Íslenskir skíðagarpar hafa margir hverjir beðið lengi eftir sinni árlegu skíðaferð í Alpana. 

Íslendingar eru byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sínar næstu mánuði. Mikil aðsókn er í ferðir næsta vetur og er til að mynda uppselt í skíðaferðir eftir áramót að því fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Íslenskir skíðagarpar hafa margir hverjir beðið lengi eftir sinni árlegu skíðaferð í Alpana. 

„Vel gengur að bóka í ferðir eftir því sem líður á haustið og uppselt er í ferðir til Tenerife yfir jólin og í skíðaferðir eftir áramót,“ sagði Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita, í viðtali við Viðskiptablaðið.

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri ferðaskrif­stof­unn­ar Úrval Útsýn, sagði í viðtali við Ferðavef mbl.is í vikunni að mikill áhugi væri á ferðum til Tenerife, Alican­te og Kanarí-eyja um næstu jól. Upp seld­ist í ferðir sem voru á dag­skrá og bætti Úrval Útsýn tveim­ur ferðum til Teneri­fe til viðbót­ar.„Fólk er að tryggja sér sæti í jóla- og ára­móta­ferðirn­ar snemma. Þær eru alltaf vin­sæl­ara og sætafram­boð hef­ur verið tak­markað und­an­far­in ár,“ sagði Þór­unn.

mbl.is