Fjórir veitingastaðir áminntir

Kórónuveiran COVID-19 | 15. maí 2021

Fjórir veitingastaðir áminntir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áminnti fjóra veitingastaði vegna brota á sóttvarnareglum í gærkvöldi. Fóru lögregluþjónar í göngueftirlit í miðborginni frá tæplega níu til hálftólf og könnuðu með leyfi og hvernig staðirnir uppfylltu sóttvarnareglur.

Fjórir veitingastaðir áminntir

Kórónuveiran COVID-19 | 15. maí 2021

Lögreglan athugaði með sóttvarnamál hjá 39 veitingastöðum í gærkvöldi. Flestir …
Lögreglan athugaði með sóttvarnamál hjá 39 veitingastöðum í gærkvöldi. Flestir voru með sín mál í lagi, en fjórir staðir voru áminntir. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áminnti fjóra veitingastaði vegna brota á sóttvarnareglum í gærkvöldi. Fóru lögregluþjónar í göngueftirlit í miðborginni frá tæplega níu til hálftólf og könnuðu með leyfi og hvernig staðirnir uppfylltu sóttvarnareglur.

Flestir staðirnir voru með sín mál á hreinu, en samkvæmt dagbók lögreglunnar var farið á 39 veitingastaði. Fjórir þeirra voru þó áminntir þar sem tveggja metra regla var ekki virt, bókhald yfir viðskiptavini ekki skráð eða enginn listi yfir starfsmenn.

mbl.is