Icelandair bætir við ferðum til Tenerife um jólin

Tenerife | 15. maí 2021

Icelandair bætir við ferðum til Tenerife um jólin

Icelandair hefur bætt við tveimur flugferðum til og frá Tenerife um næstu jól, milli 22. desember og 4. janúar vegna eftirspurnar. Félagið hóf áætlunarflug til Tenerife fyrr í mánuðinum. 

Icelandair bætir við ferðum til Tenerife um jólin

Tenerife | 15. maí 2021

Vélar Icelandair eru klárar í jólavertíðina.
Vélar Icelandair eru klárar í jólavertíðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur bætt við tveimur flugferðum til og frá Tenerife um næstu jól, milli 22. desember og 4. janúar vegna eftirspurnar. Félagið hóf áætlunarflug til Tenerife fyrr í mánuðinum. 

Icelandair hefur bætt við tveimur flugferðum til og frá Tenerife um næstu jól, milli 22. desember og 4. janúar vegna eftirspurnar. Félagið hóf áætlunarflug til Tenerife fyrr í mánuðinum. 

Þetta segir Áslaug Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, við mbl.is. 

Þrá­inn Vig­fús­son, fram­kvæmda­stjóri ferðaskrif­stof­unn­ar Vita, sagði við Morgunblaðið í fyrradag að hann fyndi fyr­ir aukn­um áhuga hjá Íslend­ing­um sem vilja ferðast til út­landa á næstu miss­er­um og seg­ir hann áhug­ann hafa auk­ist síðustu daga og vik­ur með auk­inni bólu­setn­ingu gegn Covid-19.

Þrá­inn bend­ir á að í gær­morg­un hafi breiðþota á veg­um Vita flogið með 260 farþega til Alican­te og þá hafi þurft að stækka vél­ina með auk­inni eft­ir­spurn.

„Ég held að þegar fólk sér fram á að það verði bólu­sett eða er búið að fá bólu­setn­ingu þá er það til­búið til þess að plana sum­arið,“ seg­ir Þrá­inn og bend­ir á að fólk geti einnig breytt ferðunum sín­um hjá Vita með stutt­um fyr­ir­vara án þess að þurfa að borga fyr­ir það og þá þurfi fólk ekki að taka neina áhættu.

Þá sagði Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, sömuleiðis að hún fyndi fyrir auknum áhuga. Hún segir að selst hafi upp í ferðir sem auglýstar voru með ferðaskrifstofunni um jólin og því hafi verið bætt í. Jafnframt segir hún að sé mikill áhugi fyrir ferðum til Tenerife og Alicante. 

„Fólk er að tryggja sér sæti í jóla- og ára­móta­ferðirn­ar snemma. Þær eru alltaf vin­sæl­ar og sætafram­boð hef­ur verið tak­markað und­an­far­in ár,“ segir Þórunn.

mbl.is