Frá París í franskan draum

Frakkland | 16. maí 2021

Frá París í franskan draum

Í stað þess að fara í borgarferð til Frakklands síðasta haust létu margir duga að horfa á netflixþættina Emily í París. Byrjað er að taka upp aðra þáttaröð og í henni fá áhorfendur að láta sig dreyma um frönsku rivíeruna. 

Frá París í franskan draum

Frakkland | 16. maí 2021

Emily í París fer til Saint-Tropez.
Emily í París fer til Saint-Tropez. mbl.is/skjáskot Instagram

Í stað þess að fara í borgarferð til Frakklands síðasta haust létu margir duga að horfa á netflixþættina Emily í París. Byrjað er að taka upp aðra þáttaröð og í henni fá áhorfendur að láta sig dreyma um frönsku rivíeruna. 

Í stað þess að fara í borgarferð til Frakklands síðasta haust létu margir duga að horfa á netflixþættina Emily í París. Byrjað er að taka upp aðra þáttaröð og í henni fá áhorfendur að láta sig dreyma um frönsku rivíeruna. 

Lily Collins, sem fer með aðalhlutverkið, var mynduð á sunnudaginn í tökum í franska ferðamannabænum Saint-Tropez. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði aðgengilegir síðar á þessu ári. Bólusettir áhorfendur geta því mögulega gert meira en bara látið sig dreyma um franskt ferðalag þegar þættirnir koma út. 

Ekki er vitað hvað Emily er að gera á frönsku riveríunni. Collins var í sumarkjól og með sólhatt í hlutverki sínu. Saint-Tropez er þekktur viðkomustaður ferðamanna og láta ríkar og frægar stjörnur gjarnan sjá sig á svæðinu í sumarfríinu. Sumarleyfisstaðurinn er meðal annars sagður í uppáhaldi hjá tónlistarhjónunum Beyoncé og Jay-Z, frönsku leikkonunni Brigitte Bardot, fyrirsætunni Kate Moss, leikaranum Leonardo DiCaprio og tónlistargoðsögninni Elton John.

View this post on Instagram

A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins)

mbl.is