16 þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðið

16 þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðið

Sextán þúsund skammtar af bóluefni við Covid-19 verða gefnir á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 

16 þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðið

Bólusetningar við Covid-19 | 17. maí 2021

Sextán þúsund manns verða bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu í …
Sextán þúsund manns verða bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sextán þúsund skammtar af bóluefni við Covid-19 verða gefnir á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 

Sextán þúsund skammtar af bóluefni við Covid-19 verða gefnir á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 

Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, standa vonir til að takist að klára að bólusetja forgangshóp sjö í vikunni, sem er með undirliggjandi sjúkdóma.  

Í dag verður bólusett með bóluefni Moderna, alls 7.200 skömmtum í Laugadalshöllinni. Bæði verður boðað í endurbólusetningu og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 

Á morgun verða 6.800 skammtar af bóluefni Pfizer gefnir á höfuðborgarsvæðinu, sama hópi og í dag, það er bæði endurbólusetning og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 

Á fimmtudaginn verður síðan bólusett með bóluefni frá Janssen, þá verða tvö þúsund skammtar gefnir. Aðeins þarf að gefa bóluefni Janssen einu sinni, svo ekki er um endurbólusetningu að ræða. Bóluefni Janssen verður áfram gefið forgangshópi átta, kennurum í leik- og grunnskóla, sumarstarfsfólki sem bæst hefur við í skólum og annarri velferðarþjónustu og áhöfnum skipa og flugvéla. 

Hver skyldi spila?

Ragnheiður segir að ekki liggi fyrir hvort eða hver spili fyrir hópinn sem bólusettur verður í vikunni. Fólk hafi almennt boðið sig fram í að spila fyrir bólusetningu sem sé kærkomið. 

mbl.is